Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 39
V Saga og form Christa Biirger fann þessari þróun stað í verkum Goethes. Höfuðatriðið fyrir marxískan skilning á bókmenntaverkum er þetta: Það þýðir ekki að klína hinum sögulega og félagslega veruleika utan á verkin, vitnisburð um hann verður að finna í þeim sjálfum. Þá er ekki bara átt við beinan vitnisburð, það sem sögumaður eða einstakar persónur eru látnar segja; það er ekki höfuðeinkenni bókmenntaverka að þau fjalli um eitthvað, heldur hvernig þau fjalla um það, hvaða skipan þau koma á tilfinningar okkar. Strax í einhverju fyrsta verki Lukács um þróun nútímaleikritunar, skrifuðu löngu áður en hann varð pólitískur marxisti, taldi hann það höfuðsynd bókmenntafélagsfræði að skoða bara inntak verka og bera þau saman við efnahagsgrundvöll samfélagsins. „Það er formið sem segir til um félagslegt eðli bókmenntanna. Aðeins fyrir tilstuðlan formsins getur skáldið miðlað viðtakanda upplifun sinni, og það er þessi miðlun, og möguleg og raunveru- leg áhrif hennar, sem gerir listina að samfélagslegu fyrirbæri.“13 Auðvitað er ekki hægt að skoða form og inntak sem andstæður, form er „storknað inntak" (Adorno), heimild um þann tíma sem það varð til á. Þess vegna er hægt að beina sjónum að móthverfunum milli þess sem formið „segir“, viðfangsefnis og boðskapar höfundar, og hins sögulega baksviðs. Tökum Ibsen sem dæmi: I leiklistarsögunni reyndust síðustu verk hans vera blindgata, þótt „dómsdagurinn yfir honum sjálfum“ einsog hann kallaði það hafi víða verið áhrifamikill. Leikritun hélt ekki áfram eftir þessum brautum. Hvers vegna? Ibsen notaði alltaf strangt leikritsform, ættað frá Frakklandi 17. aldar undir áhrifum frá Aristótelesi og grísku harmleikjunum. Þetta leikritsform var ríkjandi í Evrópu, með mikilvægum undantekningum, langt fram á 19. öld, og hefur stundum verið endurvakið síðan. Tími slíkra leikrita er nútíðin: atburðir á sviðinu verða að skýrast af því sem persónunum fer þar á milli, ekki af fortíð þeirra eða af tilviljunum, sambönd fólks birtast í samtölum þess. Þetta mætti kalla inntak þessa leikritsforms. En Ibsen var í síðustu verkum sínum ekki að kanna sambönd fólks í nútíð, í heimssýn hans voru þau merkingarlítil. Hann er að fjalla um innra líf persónanna, og þó mest um fortíð þeirra, það sem gerst hefur áður en leikritið hefst, hann er að afhjúpa lífslygi þeirra. An lífslyginnar geta þær ekki lifað: „A tímum sem andsnúnir eru leikritun sviptir leikritahöfundur- inn sínar eigin persónur lífi.“14 Viðfangsefni Ibsens er skylt módernisman- um, sem er að mótast á þessum tíma. I stað samskipta fólks er innra líf einstaklingsins á dagskrá, „sjálfið" andspænis fjandsamlegu umhverfi, en þannig birtist borgaralegt samfélag mörgum rithöfundum undir lok 19. aldar. Með háþróaðri leikhústækni reynir Ibsen að sætta þessa móthverfu milli 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.