Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 55
Hugmyndafradi vísindanna Niels Bohr og Linus Pauling, gengu fram fyrir skjöldu til að hafa áhrif á beitingu kjarnorkunnar, og tóku þannig ábyrgð á samfélagslegum afleiðing- um þeirra uppgötvana sem eðlisfræðin hafði gert. Þannig varð til fyrsti vísirinn að samfélagsvitund og ábyrgð vísindanna sem hefur lengst af farið vaxandi síðan, enda er hún öðrum þræði óhjákvæmilegt svar vísindanna við því hvernig viðhorf almennings til vísinda hlutu að breytast. Það fór sem oftar að sjaldan er ein báran stök. I kjölfar kjarnasprengj- unnar fór að bera á ýmsum öðrum skemmdum eða bragðvondum ávöxtum í garði vísinda og tækni, innan um hina óskemmdu sem héldu áfram að vaxa eins og áður. Mengun gerðist æ áleitnari í iðnríkjum Vesturlanda, ekki síst frá verksmiðjum þar sem beitt var nýjustu og öflugustu aðferðum vísinda og tækni. Efnafræði og öðrum vísindum nútímans var beitt með nýjum og vafasömum hætti í Víetnamstríðinu og víðar (eiturefnahernaður). Með framförum vísinda og tækni margfölduðust efnisleg umsvif manna og hvers kyns efnisneysla, og afleiðingin varð sýnileg auðlindaþurrð, sem gerði einna fyrst vart við sig í olíumálum en síðan í ýmsum öðrum jarðefnum og náttúruauðlindum. A hinn bóginn gekk brösulega að beita vísindum og tækni til að draga úr hungri og fátækt sem blasa enn við meirihluta mannkynsins. Hefur margt af því sem hér var talið verið kallað einu nafni vistkreppa (ecocrisis) og má m.a. rekja til hennar ýmsan þann vanda sem brennur á okkur Islendingum á síðustu árum.5) Samhliða framförum lækna- vísindanna hefur orðið ómennsk tæknivæðing í heilbrigðismálum, firring heilbrigðisstétta fer versnandi og upp koma viðkvæmar spurningar um líknardauða o.fl. af því tagi. í líffræði hafa hugmyndir um svokallaða erfðaverkfrœði (genetic engineering) vakið bæði umræður og deilur. Er athyglisvert að líffræðingar tóku það upp hjá sjálfum sér að reisa skorður við rannsóknum í þessari nýju „verkfræði", og voru þá minnugir þeirrar martraðar sem kjarnorkan hafði valdið eðlisfræðingum. Af vettvangi fé- lagsvísindanna má nefna hatrammar deilur sálfræðinga, einkum í Bandaríkj- unum, um greindarvísitölu og gildi hennar, en þær deilur varða mjög ýmis þjóðfélagsmál svo sem stéttaskiptingu, kynþáttamál, skólamál o.s.frv. Jafn- framt öllu þessu hefur hraði, streita og aðrir fylgifiskar stórborgarlífsins, sem og tæknivæðing á öllum sviðum, vakið með ýmsum efasemdir um það að vísindi og tækni leiði í raun og veru til farsældar þegar til lengdar lætur. Auk breyttra viðhorfa innan vísindanna sjálfra, í þrengsta skilningi þess orðs, og afdrifaríkra breytinga í víxlverkunum þeirra við samfélagið, vil ég nefna hér sérstaklega þátt vísindasögunnar í því að orðin „hugmyndafræði vísindanna" láta ekki eins illa í eyrum og þau hefðu gert fyrir nokkrum áratugum. A þessari öld hefur semsé blómstrað með mönnum sívaxandi áhugi á sögu vísindanna, sem er nú sjálfstæð fræðigrein og talsvert áhrifa- 173
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.