Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 67
Hugmyndafraði vísindanna rökfræði og heimspeki og ýmsu öðru er sé algerlega ofvaxið þeirra skilningi‘. En rétt eins og náttúran hefur gefið þeim, ekki síður en heimspekingunum, augu til að sjá hvernig hún starfar, þá vil ég koma þeim í skilning um að hún hefur líka gefið þeim heila sem er fær um að brjóta það til mergjar og skilja það.'fc) Ef það er rétt sem margir halda, þar á meðal breski eðlisfræðingurinn og rithöfundurinn C.P. Snow l7), að raunvísindi og mannhyggja séu orðin að einhvers konar andstæðum pólum nú á dögum, þá hefur vissulega margt breyst frá því sem Galíleó hafði að leiðarljósi í störfum sínum. Ef rétt væri mætti kannski fara að tala um eins konar firringu vísindanna, þ.e. að vísindin hafi fjarlægst uppruna sinn og upphaflegan tilgang svo mjög að jaðri við gleymsku. Eg fyrir mína parta vona að minnsta kosti að svo slæmt sé ástandið ekki orðið, heldur verði enn aftur snúið og raunar megi greina merki slíks afturhvarfs nú þegar. En hvað sem því líður vænti ég að flestir samsinni því að vissulega sé þörf á að staldra við, athuga sinn gang og ræða þessi mál af alvöru. Og í þeim anda er allur textinn hér á undan tekinn saman. Honum hefur aldrei verið ætlað að verða nein tæmandi úttekt á hugmyndafræði vísinda heldur er eingöngu um að ræða einstök atriði sem hafa leitað á mig á undanförnum árum í kennslu og í fræðastörfum sem hafa á þeim tíma einkum snúist um sögu vísindanna. Hefði ég ætlað mér að semja tæmandi yfirlit væri hætt við að ég lenti í mótsögn við sjálfan mig: Ef ég hefði fram að færa einhverja eina og sanna endanlega forskrift að hugmyndafræði vísinda hefði ég um leið skilgreint hvað er vísindi en það tel ég ókleift eins og fyrr er sagt. Hvert stefnir? Ég hef oftar en einu sinni ýjað að því í þessum texta að hugmyndafræði vísindanna hafi verið síbreytileg gegnum tíðina. I framhaldi af því er vitaskuld freistandi að velta því fyrir sér hvert þróunin muni stefna á næstu árum eða jafnvel áratugum. Með því að spádómar raunvísindamanna þurfa sosum ekki alltaf að rætast ætla ég að gerast svo djarfur að fara nokkrum orðum um þetta efni. Ein er sú staðreynd af efnislegum toga spunnin sem ég hygg að muni ráða meiru um þróun vísinda á næstu áratugum en flestar aðrar. Þar á ég við auðlindaþurrðina eða vistkreppuna sem ég gat um í upphafi máls og hefur bæði bein áhrif á fjármagn til vísindaiðkana og óbein áhrif á viðfang vísinda vegna þess hvernig hún verkar á samfélagið í heild. Jafnframt þessum tmm v 185
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.