Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 94
Tímarit Máls og menningar En úr því við erum farnir að tala um óskepnur þá kom hér til dyra finngálkn, blendíngur af trölli og dverg, þó í kvenmannslíki, og hefur mér sjaldan orðið ver við að sjá nokkurt kykvendi . . . (199) Við þetta gerir Eiríkur svofellda athugasemd í sinni bók: í Fornaldarsögum er eftirfarandi frásögn af finngálkni: Síðan fór hann að hitta gýgina móðr sína, er Grímhildr var kölluð, meðan hon var hjá mönnum; enn þá var hon orðin at finngálkni; er hon maðr at sjá upp til höfuðsins, enn dýr niðr, ok hefir furðulega stórar klær ok geysilegan hala, svá at þar með drepr hon bæði menn ok fénað, dýr ok dreka. (bls. 128) Verður ekki séð að hér sé um umtalsverðar líkingar að ræða. I 4. kafla Hins ljósa mans fer Magnús í Bræðratungu að heiman drykkju- ástríðu sinni á vald eða með orðum sögunnar: Hann hvarf einsog fuglar deya, þannig að einginn vissi hvað um hann varð . . . (51) Líkingamál þetta á sér hliðstæðu í Aldasöng Bjarna Jónssonar eins og Eiríkur bendir á (bls. 175). Þar stendur: Er það ei aumt að sjá, þá einn kristinn fellur frá, ha'nn jarðast eins og hræið án söngs sem fuglar dæi, Þetta hliðstæða orðalag er þó varla nógur rökstuðningur fyrir að hér sé Aldasöngur fyrirmynd. En ef svo væri skipti það svo sem litlu máli. I 3. kafla Elds í Kaupinhafn segir Jón Grindvíkingur viðjón Marteinsson: Fáðu skamm og bölvaðan skamm og eilífan skamm hvernig þú hefur slegist með dönskum í mál gegn þínum landa . . . (45) Orðin „fáðu skamm “ rekur Eiríkur (bls. 283) til svohljóðandi dyra- bænar: 212
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.