Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 94
Tímarit Máls og menningar
En úr því við erum farnir að tala um óskepnur þá kom hér til dyra
finngálkn, blendíngur af trölli og dverg, þó í kvenmannslíki, og hefur
mér sjaldan orðið ver við að sjá nokkurt kykvendi . . . (199)
Við þetta gerir Eiríkur svofellda athugasemd í sinni bók:
í Fornaldarsögum er eftirfarandi frásögn af finngálkni:
Síðan fór hann að hitta gýgina móðr sína, er Grímhildr var kölluð,
meðan hon var hjá mönnum; enn þá var hon orðin at finngálkni; er
hon maðr at sjá upp til höfuðsins, enn dýr niðr, ok hefir furðulega
stórar klær ok geysilegan hala, svá at þar með drepr hon bæði menn
ok fénað, dýr ok dreka. (bls. 128)
Verður ekki séð að hér sé um umtalsverðar líkingar að ræða.
I 4. kafla Hins ljósa mans fer Magnús í Bræðratungu að heiman drykkju-
ástríðu sinni á vald eða með orðum sögunnar:
Hann hvarf einsog fuglar deya, þannig að einginn vissi hvað um
hann varð . . . (51)
Líkingamál þetta á sér hliðstæðu í Aldasöng Bjarna Jónssonar eins og
Eiríkur bendir á (bls. 175). Þar stendur:
Er það ei aumt að sjá,
þá einn kristinn fellur frá,
ha'nn jarðast eins og hræið
án söngs sem fuglar dæi,
Þetta hliðstæða orðalag er þó varla nógur rökstuðningur fyrir að hér sé
Aldasöngur fyrirmynd. En ef svo væri skipti það svo sem litlu máli.
I 3. kafla Elds í Kaupinhafn segir Jón Grindvíkingur viðjón Marteinsson:
Fáðu skamm og bölvaðan skamm og eilífan skamm hvernig þú
hefur slegist með dönskum í mál gegn þínum landa . . . (45)
Orðin „fáðu skamm “ rekur Eiríkur (bls. 283) til svohljóðandi dyra-
bænar:
212