Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 97
Tvö rit um bókmenntasamanburð
Svo á klassiskum tíma sem síðar á öldum samsömuðu íslendíngar í
ótal bókum aðsótt efni innlendum hugsunarhætti og stíl; í þessum
skóla birtist dýpt hugsunarinnar í tærum einfaldleika. . . . Utlend
yrkisefni voru stundum svo rækilega ísienskuð til forna, að ekki hefur
aðeins þurft lærdóm og greind í meira en meðallagi hjá síðari
mönnum, heldur blátt áfram siðferðisþrek, að leggja til atlögu við
rétttrúaða bókmentasögu í mikilvægum greinum og sýna frammá að
fleira en sýndist væri í bókum þessum lán úr þeim alþjóðabánka
hugmyndanna sem stóð í Evrópu á miðöldum. 8
Um stefnu hinnar rétttrúuðu-bókmenntasögu má nota orð Finns Jóns-
sonar:
Jeg neita því líka, að íslenskur skáldskapur og sögutilbúníngur standi í
nokkuru sambandi við fræði annara Evrópuþjóða. Þar voru engar
beinar fyrirmyndir.9
Eins og sjá má á þessum ummælum gerðu sumir einmitt ráð fyrir slíku
sambandi þegar á dögum Finns Jónssonar. I íslenskum sagnarannsóknum
hefur hins vegar ekki mikið verið fjallað um erlend áhrif á sögurnar, þótt
leitað hafi verið heimilda höfundanna bæði í samtíð og sögu, nema af
einstaka fræðimönnum. Flafa Bjarni Einarsson og Hermann Pálsson verið
einna mikilvirkastir í þeim efnum. I ritum sínum um Hrafnkels sögu,
ýmsum greinum og fyrirlestrum hefur Hermann fjallað um siðfræði og
kristileg viðhorf í fornsögunum og rakið til latínurita og þýddra rita.
I kverinu, Úr hugmyndaheimi Hrafnkels sögu og Grettlu (Studia Is-
landica, 39, Reykjavík 1981), eru tvær ritgerðir sem birta rannsóknir
Hermanns á eðli og uppruna íslenskra fornrita. Þær nefnast Hrafnkels saga
og klassískar bókmenntir og Grafizt fyrir um Grettlu rætur. Er þar fjallað
um nokkur atriði í sögunum sem Hermann telur bera vitni um útlendan
lærdóm höfunda, einkum setningar og hugmyndir um mannlega hegðun.
Ætlar Hermann þessum rannsóknum að vera drög að skýringum við
sögurnar tvær og um leið að bregða nokkru ljósi yfir andleg viðhorf
íslenskra menntamanna fyrr á öldum.
Hermann Pálsson rýfur með rannsóknum þessum, eins og aðrir sem leita
erlendra áhrifa á fornsögurnar, þá þjóðlegu einangrun sem fornsagnafræðin
eru gjarnan hneppt í og er það vel. Hann vill einnig komast hjá öðrum
ógöngum sem hann telur ýmsa fornsagnafræðinga vera í. Hann segir:
- fulltrúum beggja [þ. e. bókfestu- og sagnfestukenninga um
uppruna íslendingasagna] þykir sjálfsagt að ritskýrandi miði við
215