Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 103
Umsagnir um bækur STIGAMAÐUR Geta nokkur stórmæli komið fyrir sex ára dreng á þremur til fjórum dögum, þvílíkt að þau séu efni í heila skáldsögu handa fullorðnu fólki? Jú, það álítur Einar Már Guðmundsson og hefur skrif- að söguna, sem nefnist Riddarar hring- stigans.' I upphafi og nærri niðurlagi bókarinn- ar er söguhetjan, Jóhann Pétursson, á ferðalagi um nýbónaðan stiga í blokk- inni þar sem hann býr, tryggilega um- luktur veggjum heimilisins og í seiling- arfjarlægð frá móður sinni. En inni í sögunni hefur hann lagt í áhættusama ferð upp ópússaðan hringstiga í fokheldri nýbyggingu, þar sem ekkert öryggi er að hafa og dauðinn liggur í leyni og heimtar fórnir. Þessir ólíku stig- ar eru ekki einu andstæðurnar í sögunni þó vel megi líta á þá sem andstæð heimskaut innan hennar: annars vegar öryggi bernskunnar, öryggið sem hið siðaða samfélag býr barninu í skauti fjöl- skyldunnar, hins vegar öryggisleysi þess heims sem barnið verður að leggja út í fyrr en varir, heimsins sem heillar menn með leyndardómsfullum ævintýrum. Ólíka stiga sögunnar má þá skilja sem tákn fyrir ólíkan tröppugang á þroska- brautinni, enda er stigi í senn myndrænt 'Einar Már Guðmundsson: Riddarar hring- stigans. Almenna bókafélagið. R. 1982. 228 bls. tákn og tilfinningalega hlaðið. Allir sem hafa alist upp hjá stigum munu geyma djúpt í vitund sinni bæði óttann við stigann og sælar minningar um sigur á óttanum við stigann heima. Strax í upphafi sögunnar má sjá þess glögg merki að Jóhann Pétursson muni eiga langt í land að verða siðaður samfé- lagsþegn, þótt hann tölti öruggur upp og niður stigann heima hjá sér, en sagan vekur grun um að það séu einmitt hin ósiðlegu ævintýr hans í fokheldri ný- byggingu með hringstiga sem muni að lokum siða hann. Ef það tekst? Ef við horfum á Jóhann Pétursson með gleraugum Freuds er hann auð- skilinn: piltur er að mestu á valdi vellíð- unarlögmálsins, ósjálfrátt að heita má gerir hann hiklaust það sem hvatirnar blása honum í brjóst, lemur Óla vin sinn í hausinn með klaufhamri, stelur úr leikfangabúð, fremur strákapör í afmæl- isveislu, leikur sér af hjartans lyst, reykir stolnar sígarettur. Ekki svo að skilja að samviskan (yfirsjálfið hefði Freud víst sagt) sé ekki byrjuð að mótast. Jói veit vel að hann má ekki berja Óla í hausinn og að hann má ekki stela, en samviskan má sín einskis gegn ólgandi lífi hvatanna. Veikburða samviska Jóa á þó lítið skylt við háleitt siðgæði. Veru- leikalögmálið, sem hann er að uppgötva, grundvallast á eigingirni. Hann hefur í sjálfu sér litlar áhyggjur af líðan Óla eftir höggið heldur óttast þær afleiðingar sem það kunni að hafa fyrir hann sjálfan — í 221
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.