Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 6
Tímarit Mdls og menningar íslenskra fræða. Oskari var einkum hugleikin íslensk frásagnarlist að fornu og nýju og hlutur hennar í bókmenntaarfi þjóðarinnar. I þann mund sem hann stundaði nám í fræðum sínum tíðkaðist ekki að gera mikinn hlut alþýðlegrar frásagnarlistar í fornsögum. Menn mikluðu fyrir sér afrek þeirra lærðu rithöfunda sem hefðu sett saman Islendinga- sögur, en töldu uppruna þeirra í munnlegri frásagnarlist ef ekki bábilju þá a. m. k. óviðráðanlegt viðfangsefni fyrir fræðimenn. Óskar var einn þeirra sem ekki vildu una því að rýrður væri hlutur karla og kerlinga sem löngum hafa þulið sögur á landi hér, og bera ritgerðir hans því vitni. Vitaskuld gerði hann sér ljósa þá þýðingu sem aðfengin menning og lærdómur hafði haft fyrir vöxt og viðgang íslenskrar menningar, en því meiri ástæða þótti honum til að gefa gaum þeim jarðvegi sem hafði tekið við frækornum og nært þau. Þótt sagnalist hafi verið meginviðfangsefni Óskars sem fræðimanns má mikið vera ef ljóðlistin hefur ekki staðið hjarta hans ennþá nær. Ast hans á ljóðum og næmi fyrir blæbrigðum þeirra birtist bæði í nærfærinni umfjöllun um ljóðlist, stundum í þessu tímariti, og í ljóðalestri þar sem hann átti naumast nokkurn sinn líka. Það hefði brotið í bága við allt eðli Óskars Halldórssonar að loka sig inni í heimi fræðimanna og fagurkera. Hann skildi manna best að fræðin og kvæðin sem hann unni áttu framtíð sína undir því að þau mættu bera ávöxt í huga og hjarta þjóðarinnar. Þess vegna lagði hann fágæta rækt við kennslu sína og við flutning bókmennta fyrir almenning. Af sömu ástæðu tók hann með lifandi áhuga þátt í starfi Máls og menningar, bæði í stjórn félagsins um árabil og í ritnefnd. Þess varð ekki vart að sá áhugi hefði minnkað síðustu mánuðina sem hann lifði, þótt hann væri þá merktur þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða og væri bersýnilega ljóst hvert stefndi. Minning Óskars Halldórssonar verður okkur vinum hans og samstarfsmönnum ævinlega dýrmæt. Vésteinn Ólason 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.