Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 7
Gunnar Karlsson Ádrepur Hundraðogellefta meðferð á Marx Það er ekki oft sem íslenskir mannvísindamenn fjalla um algerlega óíslensk efni, síst margir í hóp. Þess vegna er greinaflokkurinn um heimspeki Karls Marx í síðasta hefti Tímaritsins kærkomin tilbreyting. Þegar svona lagað gerist fer mann að langa til að hóa í lætin, eins og karl nokkur sagði þegar hann heyrði í fyrsta sinn margraddaðan söng. Tilefni til þess finn ég í tveim greinum í flokknum, Hvernig skapast stéttarvitund? eftir Auði Styrkársdóttur og Saga og form. Um marxisma og bókmenntafr<ebi eftir Halldór Guðmundsson. Mér finnst báðir þessir höfundar gera fræðum Marx rangt til, þó á ólíkan hátt sé. Skiljið mig samt ekki svo að ég þykist vera að leiðrétta marxisma þeirra Auðar og Halldórs. Til þess hef ég hvorki getu né löngun. Eg finn ekki til neinnar skyldutilfinningar að vera ævinlega sammála Karli Marx, en mér finnst margt sem eftir honum er haft gefa alveg óviðjafnanlega innsýn í mannlegt samfélag, sé hæfilega með það farið. Fyrst skulum við líta á grein Auðar. Hún þykist finna þrjár ósamrýmanlegar skoðanir hjá Marx á því hvernig verkalýður öðlast stéttarvitund og byltingar- hug. I fyrsta lagi er sú skoðun að kapítalískir framleiðsluhættir leiði sjálfir til eigin falls og þjóðfélagsbyltingar. Þessi skoðun, segir Auður, „er býsna ófullnægjandi og í eðli sínu nauðhyggja" (bls. 142). I öðru lagi er firringarkenn- ingin sem segir að arðrán og kúgun kapítalismans dyljist verkalýðnum, og á meðan gerir hann auðvitað enga byltingu, dettur það ekki einu sinni í hug. Og í þriðja lagi gerir Marx ráð fyrir að fólk geti með hugsun sinni orðið fulltrúar og málsvarar ákveðinnar stéttar, það sé hægt að verða kommúnisti með því að íhuga lífsskilyrði öreigastéttarinnar. Þessum þrem sjónarmiðum tengir Auður svo tvær pólitískar stefnur sem sósíalistar hafa stundum togast á um. Trú á forystuhlutverk verkalýðsfélaga leiðir af fyrsttalda sjónarmiðinu. Leninískar hugmyndir um forystuhlutverk Flokksins tengjast hinum tveimur. (Eg sé ekki með vissu hvort Auður vill tengja þessa stefnu fremur öðru sjónarmiðinu en hinu, en mér virðist ljóst að hún hljóti að eiga jafnvel við þau bæði, enda sé ég ekki að þau séu ósamrýmanleg eins og Auður vill vera láta.) Raunar þarf ekki að koma á óvart þótt finna megi nokkra þversögn í hugsun Marx þar sem annað sjónarmiðið felur í sér nauðhyggju en hitt trú á framtak manna og vilja. En sú þversögn er bara sameiginleg okkur öllum. Við gerum að 237
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.