Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 16
Tímarit Máls og menningar ekki misskiljast — örið eftir glæpsamlegt skot. Allt er bersýnilegt; hér er engu að leyna; þegar um sannleikann er að tefla, láta hugumstórir menn allra smágerðustu siðareglur lönd og leið. Færi hins vegar áðurgreindur skriffinnur úr buxunum þegar hann fær heimsókn, gegndi það vissulega allt öðru máli og ég álít það skynsemdarmerki að hann gerir það ekki. En þá á hann líka að lofa mér að vera í friði fyrir viðkvæmni sinni. Eftir þessi tvö skot rankaði ég við mér — og hér hefst smám saman mitt eigið minni — í búri nokkru á milliþilfari í gufuskipi Fíagen- becks. Þetta var ekkert fjögurra hliða rimlabúr, heldur var þremur rimlaveggjum fest í kistu sem myndaði fjórðu hliðina. Allt var þetta lægra en svo að ég gæti staðið uppréttur og of þröngt til þess að hægt væri að setjast. Eg húkti þess vegna með bogin hné sem skulfu án afláts og þar sem ég vildi sennilega ekki sjá neinn í fyrstu heldur stöðugt vera í myrkrinu, þá sneri ég andlitinu að kistunni og rimlarn- ir skárust inní bakhluta minn. Þetta er talin heppileg geymsluaðferð á dýrum fyrst í stað og að fenginni reynslu get ég ekki neitað því núna að samkvæmt mannlegum skilningi hefur það við rök að styðj- ast. En á þeim tíma var ég ekki að hugsa um þetta. I fyrsta sinn í lífi mínu átti ég enga undankomuleið; að minnsta kosti var ekki hægt að komast beint áfram; beint fyrir framan mig var kistan þar sem hver fjölin var felld við aðra. Að vísu var rifa eftir endilöngu milli fjalanna, og fyrst þegar ég uppgötvaði hana fagnaði ég með gleðiöskri skiln- ingsleysisins, en þessi rifa var svo þröng að ekki var einu sinni hægt að reka rófuna gegnum hana og engir apakraftar nægðu til að víkka hana. Að því er mér var sagt síðar, gerði ég óvenjulítinn hávaða. Af því drógu menn þá ályktun að annað hvort hlyti ég brátt að gefa upp öndina eða að öðrum kosti verða mjög auðtaminn ef mér tækist að lifa af fyrsta og tvísýnasta tímabilið. Eg lifði þennan tíma af. Eg snökti þunglyndislega, gerði sársaukafulla flóaleit, sleikti kókos- hnetu þreytulega, barði hausnum við kistuvegginn, rak tunguna í átt til þeirra sem nálguðust mig — þetta voru fyrstu viðfangsefnin í hinu nýja lífi. I öllu þessu ríkti samt aðeins ein tilfinning: engin útgöngu- leið. Þáverandi apatilfinningar mínar get ég auðvitað aðeins tjáð með mennskum orðum núna og þess vegna mistúlka ég þær en enda þótt 246
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.