Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 17
Fimm sögur ég geti ekki lengur náð til hins gamla apasannleika, þá leitar frásögn mín í átt til hans, á því er enginn vafi. Eg sem hafði fram að þessu haft um svo margar undankomuleiðir að velja átti nú enga lengur. Ég var í sjálfheldu. Þótt ég hefði verið negldur fastur hefði ferðafrelsi mitt ekki orðið minna. Hvernig má það vera? Klóraðu holdið milli tánna til blóðs og þú munt ekki finna ástæðuna. Þrýstu bakhlutanum að rimlastönginni uns hún klýfur þig næstum því í tvennt en þú finnur ekki ástæðuna. Ég átti enga und- ankomuleið en ég varð að finna hana því að ella gæti ég ekki lifað. Ef ég ætti alltaf að húka við þessa kistuhlið — þá dræpist ég óhjákvæmi- lega. En hjá Hagenbeck er staður apanna við kistuvegginn — nú, svo að ég hætti að vera api. Skýr og fagur þankagangur sem ég hlýt einhvern veginn að hafa klakið út í maganum því að apar hugsa með maganum. Ég óttast að menn skilji ekki nákvæmlega hvað ég á við með und- ankomuleið. Ég nota orðið í venjulegustu og fyllstu merkingu þess. Það er með ásetningi að ég nota ekki orðið frelsi. Ég á ekki við þessa víðfeðmu tilfinningu fyrir frelsi til allra átta. Hana þekkti ég ef til vill sem api og ég hef kynnst fólki sem þráir slíkt frelsi. En hvað mig snertir hef ég hvorki þá né heldur núna krafist frelsis. Meðal annarra orða: mönnum hættir alltof oft til að láta blekkjast af frelsinu. Og rétt eins og frelsið telst til háleitustu tilfinninga, þá veldur það að sama skapi stórfelldustu vonbrigðum. A undan mínum eigin sýning- um í fjölleikahúsunum hef ég oft séð loftfimleikafólk handleika sveifluslána uppundir þaki. Það sveiflaði sér, rólaði, stökk, sveif í arma hvers annars, einn bar annan með því að bíta í hárið á honum. „Einnig þetta er mannafrelsi" hugsaði ég, „sjálfumglöð hreyfing“. Hvílíkt dár og spé um heilaga náttúru! Ekkert mannvirki fengi staðist hlátur apakynsins ef það sæi slíka sjón. Nei, frelsi kærði ég mig ekki um. Aðeins undankomuleið; til hægri, vinstri, hvert sem væri; ég gerði engar aðrar kröfur; jafnvel þótt undankomuleiðin kynni að reynast blekking ein, þá var krafan smá og vonbrigðin yrðu ekki stærri. Komast áfram, komast áfram! Allt fremur en að standa kyrr með uppréttar hendur, aðþrengdur upp við kistuvegg. I dag er mér ljóst: án hinnar mestu innri rósemi hefði ég aldrei komist undan. Allt það sem ég hef orðið síðan á ég í rauninni ef til 247
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.