Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 18
Tímarit Máls og menningar vill að þakka þeirri rósemi sem ég öðlaðist eftir fyrstu dagana þarna á skipinu. Rósemina á ég svo aftur á móti fólkinu á skipinu að þakka. Það eru góðir menn þrátt fyrir allt. Enn í dag minnist ég með ánægju hljómsins af þungum skrefum þeirra sem þá bergmálaði í mókandi höfði mínu. Allt sem þeir tóku sér fyrir hendur höfðu þeir tamið sér að gera ákaflega hægt. Ef einhver þurfti að núa augu sín lyfti hann hendinni eins og þungu lóði. Spaug þeirra var gróft en einlægt. Hlátur þeirra var alltaf blandinn hósta sem var ógnvekjandi en samt merkingarlaus. Þeir höfðu alltaf eitthvað í munninum til þess að skyrpa út úr sér og létu sig engu skipta hvert þeir spýttu. Þeir kvörtuðu sífellt yfir því að flærnar af mér stykkju yfir á þá en samt voru þeir mér aldrei verulega reiðir vegna þess; þeir vissu nefnilega að flær dafna í feldi mínum og að þær eru góðir stökkvarar; og þeir létu sig hafa það. Þegar þeir áttu frí frá vinnu settust stundum nokkrir í hálfhring umhverfis mig; þeir töluðu varla neitt en tuldr- uðu eitthvað hver við annan; teygðu úr sér uppi á kistum reykjandi pípur; slógu sér á lær ef ég hreyfði mig hið minnsta; og öðru hverju tók einhver þeirra prjón og kitlaði mig á þægilegum stað. Væri mér núna boðið í sjóferð með þessu skipi myndi ég vissulega afþakka boðið en jafnvíst er að það væru ekki eingöngu slæmar minningar sem myndu vitja mín þarna á milliþilfarinu. Sú rósemi sem ég öðlaðist meðal þessa fólks aftraði mér fyrst og fremst frá öllum flóttatilraunum. Þegar ég lít til baka núna virðist mér að ég hafi að minnsta kosti haldið að ég hlyti að finna undan- komuleið ef ég ætti að lifa af en að sú undankomuleið væri ekki fær með því að flýja. Eg veit ekkert um það núna hvort flótti var gerlegur en ég held það samt; apa ætti alltaf að takast að flýja. Núna eru tennur mínar orðnar þannig að ég verð að gæta varúðar við venjulegt hnotubrot en á þeim tíma hlyti mér með tímanum að hafa tekist að bíta sundur hurðarlásinn. Eg gerði það ekki. Hvað hefði líka áunnist með því? Eg hefði varla komið hausnum út fyrir áður en þeir hefðu verið búnir að grípa mig að nýju og loka mig inni í enn verra búri; eða þá að ég hefði getað flúið óséður til annarra dýra, t. d. risa- slangnanna sem voru andspænis mér, og gefið upp andann í faðm- lögum þeirra; mér kynni meira að segja að hafa heppnast að laumast upp á þilfar og stökkva fyrir borð, þá hefði ég velkst stundarkorn á öldum úthafsins og drukknað síðan. Orvæntingarviðbrögð. Utreikn- 248
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.