Tímarit Máls og menningar

Årgang

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 22
Tímarit Máls og menningar ljóma við mér réð ég mér sjálfur kennara, kom þeim fyrir í fimm herbergjum í röð og lærði af öllum í einu með því að vera á sífelldum hlaupum milli herbergjanna. Þessar framfarir! Geislar þekkingarinnar þrýstust frá öllum hliðum inn í vaknandi heila minn! Eg neita því ekki: það færði mér sælu- kennd. En ég verð líka að játa: ég ofmet það ekki, það gerði ég ekki einu sinni þá, hvað þá núna. Með erfiði, sem enginn hefur ennþá leikið eftir á jörðinni, tókst mér að öðlast meðalmenntun Evrópu- manns. Það væri út af fyrir sig kannski lítilvægt en er að því leyti einhvers virði að það leysti mig úr búrinu og opnaði mér þessa sérstöku undankomuleið, þessa undankomuleið mannkynsins. Til er bráðsnjallt orðtak: að hlaupast undan merkjum; það hef ég gert, ég hef hlaupist undan merkjum. Eg átti ekki um aðra leið að velja úr því að ekki kom til greina að velja frelsið. Þegar ég horfi yfir þróun mína og met takmark hennar og árangur fram að þessu, þá hvorki kvarta ég né heldur er ég ánægður. Með hendur í buxnavösunum, vínflöskuna á borðinu hvíli ég hálfliggjandi og hálfsitjandi í ruggustólnum og horfi út um gluggann. Komi einhver í heimsókn, tek ég á móti honum eins og vera ber. Umboðs- maður minn situr í fremra herberginu; ef ég hringi kemur hann til þess að heyra hvað ég hef að segja. A kvöldin er nær alltaf sýning og ég hef náð árangri sem varla er hægt að bæta. Þegar ég kem seint heim úr veislum, af vísindalegum fundum eða úr þægilegum samkvæmum bíður mín lítil hálftamin apaynja af simpansakyni og með henni svala ég hvötum mínum á apavísu. Á daginn kæri ég mig ekkert um að sjá hana; í augnaráði hennar er nefnilega vitfirring hins ringlaða tamda dýrs; það sér enginn nema ég og ég þoli það ekki. Þegar á allt er litið hefur mér að minnsta kosti tekist það sem ég ætlaði mér. Enginn getur sagt að það hafi ekki verið ómaksins vert. Það skal tekið fram að ég kæri mig ekki um dóm nokkurs manns, ég ætla mér aðeins að miðla fróðleik, ég er aðeins að skýra frá, einnig ykkur, háttvirtu herrar í Akademíunni, hef ég aðeins gefið skýrslu. 252
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar: 3. tölublað (01.06.1983)
https://timarit.is/issue/381024

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. tölublað (01.06.1983)

Handlinger: