Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar með næturbjöllunni minni en að ég skyldi að þessu sinni einnig verða að láta Rósu af hendi, þessa fallegu stúlku sem árum saman bjó í húsi mínu án þess að heitið gæti að ég veitti henni athygli — sú fórn er of stór og ég verð að bjargast með því að nota klókindi til að hagræða því einhvern veginn í kollinum á mér svo að ég ráðist ekki á þessa fjölskyldu sem reyndar getur ekki látið mig fá Rósu til baka þótt hún fegin vildi. En þegar ég loka handtösku minni og veifa hendi eftir loðfrakkanum, fjölskyldan stendur í hnapp, faðirinn nasandi yfir rommglasinu í hendi sér, móðirin, sem ég hafði sennilega valdið vonbrigðum — já, við hverju býst alþýðan eiginlega? — társtokkin og bítandi í varirnar og systirin veifandi alblóðugu handklæði, er ég undir vissum kringumstæðum á einhvern hátt reiðubúinn að viður- kenna að pilturinn sé samt kannski veikur. Eg geng til hans, hann brosir til mín rétt eins og ég færði honum hina sterkustu súpu — æ, nú hneggja báðir hestarnir; hávaðinn á væntanlega, samkvæmt fyrir- mælum frá æðri stað, að auðvelda rannsóknina — og nú verður mér ljóst: já, pilturinn er veikur. A hægri síðu hans nálægt mjöðminni hefur opnast lófastórt sár. Rósrautt, í mörgum blæbrigðum, dökkt þar sem dýpst er, ljósara við jaðrana, fínkornótt, og blóðlifrar hafa safnast fyrir hér og þar, opið eins og ofanjarðarnáma. Þannig tilsýnd- ar. Nánar skoðað kom annað verra í ljós. Hver getur horft á þetta án þess að gefa frá sér lágt blístur? Ormar, eins og litlifingur minn að lengd og gildleika, upprunalega rósrauðir og auk þess blóðstokknir hlykkjast þeir, fastir niðri í sárinu, með hvíta hausa og fjölda smáfóta mót birtunni. Veslings drengurinn, þér er ekki hægt að hjálpa. Eg hef fundið þitt stóra sár; þetta blóm í síðu þinni dregur þig til dauða. Fjölskyldan er hamingjusöm, hún sér mig að störfum; systirin segir móðurinni það, móðirin föðurnum, faðirinn nokkrum gestum sem koma í tunglskininu inn um dyrnar á tánum með útrétta handleggi til að halda jafnvægi. „Bjargarðu mér?“ hvíslaði drengurinn snöktandi algerlega blindaður af lífinu í sári sínu. Svona er fólkið í umhverfi mínu. Alltaf krefst það hins ógerlega af lækninum. Það hefur glatað gömlu trúnni; presturinn situr heima og rekur sundur messuklæðin hvert af öðru; en læknirinn á að afreka allt með hinni fíngerðu skurðhögu hendi sinni. Nú, sem þeim þóknast: ég hef ekki boðist til neins; ef þið ætlið að nota mig í heilögum tilgangi læt ég það yfir mig ganga, hvers betra get ég vænst, gamall sveitalæknir, rændur þjón- \ 260
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.