Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 32
Tímarit Máls og menningar
erminni á krók. Nógu gott. Eg snaraðist á bak hestinum, ólarnar
drógust lausar með, hestarnir tæpast tengdir saman, vagninn rásaði á
eftir, loðfrakkinn dróst aftast í snjónum. „Afram nú!“ sagði ég en
áfram var slælega haldið; hægt eins og gamlir karlar siluðumst við
yfir snjóauðnina; á eftir okkur hljómaði lengi hinn nýi en rangsnúni
söngur barnanna:
Látið gleðjast, sjúklingar,
í rúm ykkar læknirinn lagður er!
Aldrei kemst ég heim á þennan hátt; blómlegur starfsferill minn er
eyðilagður; eftirmaður rænir mig, en það er gagnslaust því að hann
getur ekki komið í staðinn fyrir mig; í húsi mínu djöflast hinn
viðbjóðslegi hestasveinn. Rósa er fórnarlamb hans; ég vil ekki hugsa
það til enda. Nakinn, ofurseldur frosti þessara ógæfusömu tíma með
jarðneskan vagn, ójarðneska hesta flakka ég um, gamall maður.
Loðfrakkinn minn hangir aftan í vagninum en ég get ekki náð til hans
og enginn af þessu sjúklingahyski, sem á ferli er, hreyfir legg eða lið.
Svikinn! Svikinn! Ef einu sinni er hlýtt villuhljómi næturbjöllunnar
— verður aldrei úr því bætt.
Astráður Eysteinsson
og Eysteinn Þorvaldsson þýddu.
Teikningarnar eru eftir Franz Kafka.
262
\