Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 41
Ég var í miklum vanda staddur sem óhægt er um aðgang að; — því lög tilverunnar eru á endanum óskiljanleg. En hvað er það „á þessari stundu og við þessar aðstæður“ sem gerir slíkar tilvistarspurningar svo kvalafullar? Hér verður að líta aftur til þeirrar þjóðfélagsfirringar sem getið var í tengslum við tungumálið. I kjölfar kapítalisma, tækniþróunar og örs vaxtar stórborga rofna smám saman lífræn tengsl mannverunnar við framleiðsluna og í víðari skilningi við umhverfið í heild. Það verður dagleg reynsla einstaklingsins að skynja gjá á milli sjálfs sín og hins ytri veruleika. Sá veruleiki einkennist jafnframt af ört vaxandi hraða, vélvæðingu, vísindum sem krefjast æ meiri sérþekkingar og örum breyt- ingum á öllum sviðum þjóðlífs, breytingum sem einstaklingurinn hvorki skilur til fulls né hefur heildarsýn yfir. Ein afleiðing þessa í bók- menntum er hin fyrrnefnda tortryggni módernista gagnvart hverri mynd af veruleikanum sem ekki berst um hina takmörkuðu skynjun einstakl- ings og mótast af vitund hans. I stað þess að fjalla beinlínis um hinn ytri veruleika sem áður var talinn sammannlegur og ótvíræður, beinist athygli módernista æ meir inn á við, að veru vitundarinnar, hugsanalífi mannsins, sem á æ erfiðara með „að sameinast hlutveruleikanum í viðleitni sinni við að afhjúpa hann.“ (Páll Skúlason, 601) Kafka kunni vel að meta sögur Charles Dickens og kvaðst dást að honum „Vegna þess hve góð tök hann hefur á hlutunum. Vegna jafnvægisins sem hann skapar á milli hins ytra og hins innra. Vegna hinnar snilldarlegu og þó mjög svo einföldu framsetningar á víxlverkun- um milli veraldarinnar og sjálfsins." En Kafka bætir seinna við: „Spenn- an milli hinnar huglægu veraldar sjálfsins og hins hlutlæga ytri veruleika, milli mannverunnar og tímans, er höfuðvandamál allrar listar.“14 Þarna tel ég að megi finna ástæðuna fyrir því að Kafka gat ekki og vildi ekki skrifa eins og Dickens (skynja má áhrif frá Dickens í fyrstu skáldsögu Kafka, Ameríku, en þó er alveg ljóst í þeirri bók að hann stefnir hraðbyri burt frá raunsæisstefnunni). Tengslin milli veraldarinnar og sjálfsins hafa tekið stakkaskiptum. Ymsir hafa jafnvel litið svo á að vera vitundarinnar klofni svo að segja frá hlutveruleikanum. Kierkegaard (sem vel að merkja var einn af eftirlætishöfundum Kafka) hafði sett fram hugmyndir í þá veru þegar um miðja 19. öld. I verkum Kafka er einmitt oft fyrir að finna ráðvillta, einangraða vitund sem stendur skilningsvana gagnvart ógnvekjandi veruleika. Það er við slíkar aðstæður sem þær heimspekilegu tilvistarspurningar sem ég vitnaði til vekja sársauka og örvæntingu. Þá er sem hin óskiljan- 271
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.