Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 48
Tímarit Máls og menningar Kunnustu verk Halldórs Laxness voru á sínum tíma býsna illkvittin en þykja nú sárasaklaus meðal íhaldssinnaðra bókmenntamanna. Helst að Atómstöðin nái enn inn að beini (enda talin slælegt listaverk). Aft- urhaldssamir bókmenntafræðingar taka jafnvel eins rammpólitískan rit- höfund og Brecht, berstrípa hann af öllum þjóðfélagslegum boðskap og setja hann á stall sem fagurfræðilegan skrautmun.20 Því er engin furða að Kafka skipi meinlausan heiðurssess í bókmenntastofnun Vesturlanda. Þetta er á sinn hátt mikill skaði, því í eðli sínu eru verk hans bækur sem „bíta mann og stinga“, í þeim má heyra eina ónotalegustu samviskuraust höfundar á okkar tímum. Flestar túlkanir á verkum hans komast fremur auðveldlega hjá því að hlýða á þessa raust. Þær finna sjálfum sér og lesendunum þægilega leið að Kafka. Þetta gildir einnig um umfjöllun mína hér að framan sem drepur á existensíalíska hlið Kafka, tilvistarvandamál í verkum hans. Ef til vill er hún upplýsandi fyrir einhvern sem ekki þekkir Kafka vel, en í henni felst viss einföldun og blekking. I fyrsta lagi er hún afar takmörk- uð, bæði í lengd og efnismeðferð; hún lætur margt óskýrt. I öðru lagi segir hún ekki hvers vegna Kafka er svo áríðandi höfundur. Þetta eru gallar á flestum einstökum túlkunum á Kafka (og verður víst aldrei komist fyrir þann fyrrnefnda). Sem hrópandi dæmi um þetta má nefna ævisagnatúlkanir. Menn hafa þóst finna ýmislegt í lífsaðstæðum Kafka sem orðið hafi umfjöllunarefni í verkum hans, sérstaklega fyrr- nefnt samband hans við Felice Bauer og þó enn frekar ævilanga „baráttu“ hans við athafnasaman en ástlítinn föður. Telja sumir þetta sannað með þessum orðum Kafka í Bréfi tilföðurins: „Verk mín fjölluðu um þig . . .“2I — Vissulega sakar ekki að kunna skil á ævisögu Kafka, en það er af og frá að láta hana skyggja á samtal okkar við verk hans; sjá e. t. v. í þeim persónulegan vitnisburð um hrjáða tilveru tékknesks gyðings snemma á öldinni og gleyma því að þau leggja kvöð á okkur, gera tilkall til okkar í nútímanum. Mér finnst ekki hægt að segja skilið við Kafka án þess að kanna, frá mínum bæjardyrum, hver kvöð þessi er. „Margt bendir til að veröld embættismannanna og veröld feðranna sé ein og hin sama í augum Kafka,“ segir Walter Benjamin22 og með þessu innsæi sínu má segja að hann hefji verk Kafka upp úr ævisögu höfundar og í þjóðfélagslegt samhengi þeirra. Þar skulum við skoða þau örlítið betur, því Kafka hefur mikið að segja um hvað það er að lifa sem mannvera á okkar tímum, sem þegn tuttugustu aldarinnar. — Feðurnir í „Dómnum“ og „Hamskiptunum“ gegna svipuðu hlutverki og embættismennirnir í hinu 278
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.