Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 54
Yvonne Verdier Rauðhetta í munnlegri geymd Amman sem gleymdist Allir kannast við ævintýrið um hana Rauðhettu. Það er um úlf og litla stúlku sem var óhlýðin og vísdóm þess má draga saman í eina málsgrein: Stúlka litla, farðu ekki út af götunni, því þá hittirðu úlfinn og hann étur þig upp til agna! Þetta er a. m. k. boðskapurinn í þeim tveim gerðum sögunnar sem þekktastar eru og vinsælastar. Sú fyrri sem endar illa — var skrifuð á 17. öld af Charles Perrault. Sem kunnugt er endar hún stutt og laggott: „Og um leið stökk vondi úlfurinn á Rauðhettu og át hana upp til agna.“ Þegar foreldrar segja börnum sínum söguna eiga þeir að henda sér yfir þau og þykjast háma þau í sig meðan krakkarnir veltast um af hlátri. Hin gerðin — sem endar vel — var skráð af þeim Grimms- bræðrum snemma á 19. öldinni. Þar kemur veiðimaður á vettvang, ristir sofandi úlfinn á kviðinn og frelsar báðar konurnar; fyrst kemur Rauðhetta út hin hressasta, enda sú sem síðust var gleypt, og hrópar: „Ó, hvað ég var hrædd, það var svo dimmt inni í úlfinum.“ Síðan kemur amma gamla og er ólíkt meira eftir sig, „hún náði varla andanum". Rauðhetta hjálpar svo veiðimanninum að fylla magann á úlfinum af grjóti og þegar hann vaknar og reynir að rísa upp eru steinarnir svo þungir að hann dettur niður dauður . . . En Rauðhetta litla heldur heim á leið og hefur væntanlega sloppið með skrekkinn. Rauðhettusögurnar sem varðveist hafa í munnlegri geymd í hinum ýmsu héruðum Frakklands eru af allt öðru sauðahúsi. Að mati sér- fræðinga eiga þær ekkert sameiginlegt með hinum prentuðu afbrigðum. Flestar þeirra voru skráðar í lok 19. aldar í Loiredalnum, í Nivernais-, Forez- og Velayhéruðunum og enn síðar norðan til í Olpunum. Og þær eru komnar beint frá sagnamönnunum. Þessar gerðir geyma minni sem hafa orðið útundan í bókmenntahefðinni. Hana má raunar alla rekja til Perrault, því sú gerð sem kennd er við Grimmsbræður mun hafa verið skráð 1812 eftir ungri stúlku af borgaraættum sem átti sér franska móður. 284
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.