Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 56
Tímarit Máls og menningar gerðum sögunnar sem Perrault hafi sleppt af þeim ástæðum. Marc Soriano er þar á sama máli. Nú er ekki hægt um vik að grafast fyrir um raunverulegar ástæður Perraults en hins vegar er erfitt að gera sér þessa skýringu að góðu þar sem hann hikar ekki við að nota álíka „ógeðslegt“ og „villimannlegt“ atriði í sögunni „Prinsessunni í svefnskóginum“. Þar skipar ekkjudrottningin matreiðslumanni sínum að hafa hjörtu og lifur barnabarna hennar í middagsmatinn. Okkur er ekki einu sinni hlíft við smáatriðum í matargerðarlistinni þar sem hún vill fá Auroru litlu framborna með „sauce Robert“, þ. e. með litlum laukum og sinnepi. Sum afbrigði munnlegu hefðarinnar fara jafn illa og saga Perraults, í sögulok er úlfurinn einn eftir, hafandi étið allar aðrar persónur. En margar bjóða upp á lukkulegan endi sem þó er gjörólíkur þeim sem lesa má hjá Grimmsbræðrum, enda mun sá fenginn að láni frá sögunni af geitinni og kiðlingunum sjö. Og þessi munur skiptir miklu máli því hér er telpukornið alls ekki étið. Eftir að hafa farið upp í rúm til úlfsins þar sem hinar alþekktu samræður þeirra fara fram biður hún um leyfi til að fara út og gera þarfir sínar. Ulfurinn lætur það gott heita eftir að hafa fest band um fótinn á henni (spotta, snæri, eða hár). Komin út losar hún sig við bandið, klippir það, slítur í sundur eða festir það við tré, flýr síðan burt. Eftir nokkra stund áttar úlfurinn sig á þessum klækjum og reynir að elta hana uppi en tekst það ekki. Ef líkin eru talin hér kemur í ljós að bæði úlfurinn og Rauðhetta hafa bjargast og það er bara amma gamla sem deyr og er étin af hinum tveimur. Stundum heldur sagan áfram: litla stúlkan hleypur með úlfinn á hælunum og kemur að á þar sem þvotta- konur strengja lak yfir vatnið svo hún komist yfir. Þegar úlfurinn kemur þykjast þær líka ætla að hleypa honum yfir en þegar hann er hálfnaður sleppa þær lakinu sem verður líkklæði hans, hann steypist í vatnið og drukknar. I þetta skipti er það því bara sú litla sem lifir af, einnig hér losnar hún við að lenda í gini úlfsins, og þetta er mikilvægt atriði: eins og hið fyrra sinn er það bara amman sem er étin. I gerð Perraults er hins vegar eitt atriði sem hvergi sést í munnlegu gerðunum; höfuðbúnaður stúlkunnar, rauða húfan eða hettan. Þetta segir P. Delarue „óviðkomandi viðbót, einkennandi fyrir Perrault en ekki almennt sérkenni sem stutt geti táknræna túlkun sögunnar" og er þar að afneita öllum túlkunum sem byggðar hafa verið á þessu fyrirbæri. Dæmi um þær er t. d. hin goðsögulega kenning Hyacinthe Hussons þar sem „stúlkan, krýnd geislum morgunroðans er dögunin" sem „er gleypt af sólinni í líki úlfs þegar hún er á leið til ömmu sinnar, þ. e. dögunarinn- 286
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.