Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 76
Walt Whitman:
Söngur um sjálfan mig
(BROT)
1.
Eg vegsama sjálfan mig.
Og bessaleyfið sem ég tek mér skalt þú taka,
Því hver öreind í mér heyrir líka þér.
Ég slæpist og geri sálu minni heimboð,
Ég ligg og dunda í makindum og skoða strá sumarsins.
Tunga mín, hver öreind blóðs, mótuð af þessari mold,
þessu lofti,
Alinn af foreldrum sem aldir voru af foreldrum og þeir
af öðrum foreldrum,
Hefst ég nú handa þrjátíuogníu ára gamall við hestaheilsu
Og vona að létta ekki fyrren við ævilok.
Kreddur og skólar eru við sama heygarðshorn,
Hverfa í skuggann um stund sátt við sitt, en gleymast ekki,
Til góðs eða ills rúma ég náttúruna
Og læt hana tjá sig hindrunarlaust með frumstæðum krafti.
2.
Hús og herbergi eru þrungin angan, hillur þaktar ilmvötnum,
Ég anda að mér ilminum, þekki hann og tigna.
Einnig mig hyggjast ilmvötnin ölva, en ég er á varðbergi.
N.
306