Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 77
Söngur um sjálfan mig Andrúmsloft er ekki ilmvatn, ber óáfengan keim, er þeflaust, Það er mér gómtamt, ég er skotinn í því. Eg ætla útá skógarásinn, afklæðast dulargervinu og vera nakinn. Ég er óður í atlot lofts. Eimur af anda mínum, Bergmál, gárar, suðandi hvískur, ástagras, silkiþráður, klof og vínviður, Innöndun og útöndun, hjartsláttur, streymi blóðs og lofts um lungun, Ilmur af grænu laufi og visnu, af strönd og svörtum skerjum og heyi í hlöðu, Omur af orðum míns hrjúfa róms sem feykjast útí hringiðu vinda, Fáeinir léttir kossar, faðmlög, þétt armtök, Leikur ljóss og skugga á trjám þegar mjúkt limið vaggast, Unaður í einsemd eða þys stræta, í brekkum og á ökrum, Heilbrigðiskennd, hádegisraul og söngur þegar ég fer framúr og heilsa árroðanum. Hélstu að þúsund hektarar væru einhver ósköp? Hélstu að jörðin væri stór? Varstu óratíma að læra að lesa? Varstu hreykinn af að nema merkingu ljóða? Vertu hjá mér í dag og nótt og þú skalt eignast upptök allra ljóða, Þú skalt eignast gæði jarðar og sólar (milljónir sólna eru afgangs), Þú skalt ekki framar sjá neitt eftir krókaleiðum né með sjónum dauðra né nærast á bókavofum, Þú skalt ekki heldur sjá með mínum sjónum né þiggja neitt af mér, Þú skalt hlera til allra átta og sía allt í sjálfum þér. 307
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.