Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 78
Tímarit Máls og menningar
3.
Eg hef heyrt á tal mælskumanna, ræður um upphaf og endi,
Eg tala ekki um upphaf og endi.
Aldrei var meira upphaf en nú
Né meiri æska eða elli en nú
Og verður aldrei meiri fullkomnun en nú
Né meira himnaríki eða helvíti en nú.
Hvöt og hvöt og hvöt
Linnulaus getnaðarhvöt heimsins.
Farmúr myrkri stíga gagnstæðir jafningjar, sífellt efni og vöxtur,
sífelld kynhvöt,
Þrotlaus tenging sérleiks, þrotlaus skilsmunur, þrotlaus afurð lífsins
Að fara útí smáatriði er þarflaust, leikir og lærðir finna að svo er.
Viss einsog haldbesta vissa, hreinn og beinn, íturvaxinn, traust-
byggður,
Þrekinn einsog hross, blíðlátur, stórlyndur, rafmagnaður,
Eg og þessi leyndardómur, hér stöndum við.
Tær og þýð er sál mín, tært og þýtt allt sem ekki er sál mín.
Skorti annað skortir hvorttveggja, og það ósýnilega sannast af
því sýnilega,
Þartil það verður ósýnilegt og sannast þegar þarað kemur.
Með því að skilja það besta frá því versta og hafa það á glámbekk
þjakar ellin ellina,
Þareð ég þekki fullkomna hæfni og rósemi hluta, þegi ég meðan
aðrir tala, fer að synda og dái sjálfan mig.
\
308