Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 80
Gudbergur Bergsson Um þjóðareinkenni í myndlist Myndlist hinna ýmsu menningarþjóða er hver með sínum talsvert sérstaka hætti, þótt skyldleika gæti og viðfangsefnin séu hvarvetna áþekk eða kannski hin sömu: englar fljúga, kona situr á stól, aldinum er raðað á borð, hin einföldu viðfangsefni sem veita auganu unað og þeirri tilfinningu sem býr einhvers staðar í skynjun okkar og við köllum gjarna myndræna skynjun. Þannig er frönsk myndlist ólík spænskri myndlist eða ítalskri, þýskri eða breskri. Ahorfandinn þarf ekki að hafa mjög þjálfað auga eða vera sprenglærður til þess að hann geti séð höfuðmuninn á málverkalist stærstu menningarþjóðanna þótt það kunni að vefjast fyrir tungunni að lýsa með orðum í hverju munurinn eða einkennin séu fólgin. Einkennin eru aðeins fyrir hendi og skynjunin þekkir þau. Eitt höfuðvandamál okkar mannanna er að við eigum ekki nægileg orðtákn eða talhljóð til þess að við getum fært skynjun okkar og skynsemi í þau. Okkur brestur oft hljóð, orð, bókstafi. Myndlist stafrófsins og málsins hefur verið að mestu óbreytt síðan ritlist hófst. Stundum hvarflar að mér að það hafi verið ritlistin sem hefti framgang tungunnar og þess að maðurinn héldi áfram að tjá sig í nýjum orðum. Það er engu líkara en ritlistin hafi brugðist hlutverki sínu sem list. Eitt er víst, að prentað mál er afturhaldssamara og rígskorðaðra en talmálið. Frá því prentlist hófst, þegar prentarar fengu að leika sér við bókstafalist í lok hverrar bókar, og fram á tíma auglýsinganna hefur varla verið haggað við letrinu. Um tíma reyndi ljóðlistin nýverið að auðga málið með táknum, en því miður varð hin svonefnda konkretljóðagerð tísk- unni að bráð, fjöldanum, og þeirri innantómu menningartilgerð sem einkennir síðari hluta aldarinnar. Eg held það hafi verið franska skáldið Valéry sem sagði að öll orð væru jafn góð og gild í ljóðlist, ekkert orð væri í rauninni ljóðrænna en annað. Með sama hætti er hægt að segja að allir litir séu jafngóðir og gildir meðan þeir eru í túpunum. 310
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.