Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 82
Tímarit Máls og menningar heildarsvip. Hins vegar er grísk eða búlgörsk alþýðulist auðþekkt. Þeir sem bera eitthvert skynbragð á alþýðulist rugla ekki grískri alþýðulist saman við búlgarska alþýðulist eða til að mynda inkalist. Alþýðulist þjóðanna ber ríkt ættarmót og séreinkenni. Aftur á móti gæti jafnvel ekki þjálfaðasti maður greint á milli grískrar nútímamálaralistar og perúanskrar. Þetta stafar fráleitt af því að grískir og perúanskir málarar séu svona fram úr hófi alþjóðlegir í myndgerð og verkum sínum. Skýringuna er miklu fremur að finna í því að perúönsk og grísk nútímalist hafi slitnað úr tengslum við hinar þjóðlegu, frumstæðu listir, og samfara því hafi myndlist hvorugs landsins öðlast séreinkenni, heldur orðið að eftirhermulist sem er fráleitt alþjóðleg. Við verðum að draga þá ályktun að grísk eða perúönsk alþýðulist beri sterk þjóðareinkenni og því æðri nútímalistinni, gædd meiri og ríkari og lengri hefð. Eftirhermur eru til um allar jarðir og eftirhermuleikhús nútímamenningarinnar hefur yfir sér alþjóðlegan fremur geldingslegan blæ, en líklega væri fljótræði að halda því fram að um leið sé eftirherman heimsborgaraleg. Mörgum listamanninum er þó huggun í harmi, þegar fljótræði grípur hann og löngun til að öðlast alþjóðlega frægð, að það er orðið að þegjandi samkomulagi að allir skuli herma eftir öllum, með samþykki listfræðinganna og gagnrýnendanna. Reyndin er þó sú að stöðugt færri listamenn öðlast alþjóðlega frægð eftir því sem listin verður alþjóðlegri. Það eitt gerist að dellumenning stórþjóðanna dreifist með skjótum hætti yfir smáþjóðirnar. Og þær jóðla á henni í von um laun sem þær hljóta aldrei. Dæmi um þetta er að bandarísk söfn steinhættu að kaupa evrópska list eftir að bandaríska dellulistin dreifðist yfir Evrópu. Með auknum samgöngum og þrá listamannsins eftir að verða alþjóð- legur hafa listirnar orðið einfaldari að gerð og jafnframt snauðari að innihaldi. Listamenn hafa vakið í sér andlega fátækt í þeirri von að auðveldara sé að flytja fábrotin verk en margbrotin milli menning- arsvæða. Einkum er þetta snar þáttur í rýrnun bókmenntanna; skáldin skrifa með væntanlega þýðingu í huga. Niðurstaðan hefur orðið sú að í stað heimsmennsku gín afdalamennskan við, sú afdalamennska sem hefur hreiðrað um sig í mennta- og menningarstofnunum, listaskólun- um, bókaútgáfunum og menningar- og listatímaritunum. Einfeldningur- inn, bakkabróðirinn kemur ekki lengur úr fámenninu heldur úr fjöl- menninu, enda hefur aukið fjölmenni sömu áhrif og fámenni þegar fram líður. Álfarnir koma ekki af dimmum fjöllum heldur út úr björtum 312
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.