Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 88
Tímarit Máls og menningar eða pólitískri stefnu. Liturinn umvefur hann, fyllir skynjun hans, hvern krók og kima. Þetta er eingyðistrú á hæsta stigi í lit og myndskynjun. Vitaskuld er einlita listin ekki fyrir alla. Ahorfendur skiptast gjarna í tvo hópa, annað hvort með eða móti slíkri list. Þeir eru virkir með eða gegn. Ef áhorfandinn er fyrir viðkomandi lit þá stendur hann með honum. Nauðsynlegt er að standa nálægt eða upp við slík málverk, ganga inn í fjallið. Sé staðið í fjarlægð missir liturinn máttinn og vald yfir huga áhorfandans. Málverkinu fer líkt og einræðisherranum, áhangand- inn þarf að hafa hugann stöðugt við hann, annað hvort í bænum sínum eða við endurtekningu kjörorðanna, annars er viðbúið að hugurinn snúist öndverður gegn alvaldinu, sem er algengt, og tautar hann þá bölbænir gegn því í nýju formi. Oll kjörorð eru viss tegund af stuttum handhægum bænum. En hvort sem málverkið er einlitt eða marglitt ber það ættarmót sitt og þjóðareinkenni, ef það er sprottið úr rótgróinni hefð menningar stór- þjóðar. Smáþjóðir, að Niðurlöndum undanskildum, eiga sjaldan slíka hefð. Þjóðlíf smáþjóða er oftast í engum ákveðnum litum. Það er eins og vindur blæs. Þjóðirnar lifa í eins konar umhleypingatíð. Islenskt þjóðlíf einkennist af umhleypingum. Synd væri að segja að við Islendingar hefðum margbrotið viðhorf til málaralistarinnar eða lista yfirleitt. „Væri ég málari skyldi ég mála Innsveitina, vildi ég helst standa á hálsinum yfir bænum Hyrningsstöð- um þar sem ég stundum stóð er ég smalaði í Hlíð 1847,“ segir Matthías Jochumsson. Og hann talar fyrir munn flestra Islendinga fram á okkar daga. Enda er ekki langt síðan íslenska landslagsmálverkið losnaði úr átthagafjötrunum. Islenskt hugarfar hefur sjaldan getað greint milli ástfólginna staða og vitsmunalegrar, listrænnar stöðu. Astfólgin mynd- list skyggir hvarvetna á æðri myndlist: hjá málurunum sjálfum og í listasöfnunum og á sýningum, í hugum fólks. A þeirri umbrotatíð þegar við fluttumst úr sveit í bæ gerðist ekki það sama og þegar landslagið barst inn í myndlist Evrópu með feneyjamál- verkinu. Ein af mótsögnum mannshugarins er að landslagsmálverkið skyldi spretta í borgum en ekki úti í guðsgrænni náttúrunni, eflaust vegna þess að í sveit er engin þörf fyrir tilbúna náttúru, náttúru hugvits: hin náttúrlega náttúra blasir við augum. En úti á fenjum Feneyja var ekkert landslag, og hinir auðugu kaupmenn vildu að það yrði fært inn í hús þeirra í málverkaformi. Það var gæfa málverksins að listamennirnir og listunnendurnir í Feneyjum vildu ekki mála ástfólgna staði á megin- 318
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.