Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 121
mætti nefna: einu sinni bregður hann út af þeirri reglu að taka aðeins ljóð eftir fólk sem gaf út sína fyrstu bók 1970 eða síðar. Brot Eysteins er Steinunn Sigurð- ardóttir og bók hennar Sífellur, gefin út 1969, verður ansi í augun skerandi þegar maður les yfir bókaskrána aftast. Mikils væri misst ef við þyrftum að vera án Steinunnar í þessu riti, þar á hún sannar- lega heima, en sú spurning vaknar hvort ekki voru fleiri skáld komin fram rétt fyrir 1970 sem einnig ættu að fá að vera með. Til samanburðar við konurnar má nefna að af níutíu karlskáldum sem hafa gefið út bækur á tímabilinu tekur Eysteinn bara tuttugu og einn með og bætir bara Bubba Morthens við úr hópi þeirra sem ekki hafa gefið út bók en birt efni í tímaritum (eða á plötum). Sem sagt: átta af ellefu, móti tuttugu og einum af níutíu. Nú eru flestar konurnar ágæt skáld og sjálfsagt er það rétt hjá Eysteini að fæð kvenna á ljóðabókamarkaði stafi af vandvirkni þeirra og sjálfskröfum um- fram karlskáld. í>ó þykist ég þess fullviss að ekki hefði Eysteinn valið ljóð eftir Ragnhildi Ofeigsdóttur ef hún hefði ver- ið karlmaður. Um leið og þetta er sagt vil ég bæta við að varla hefði Eysteinn valið ljóð eftir Vilmund Gylfason ef hann hefði ekki verið frægur karlmaður. Við lestur þessarar skemmtilegu bókar getur ekki farið hjá því að manni létti nokkuð. Þó að mörg ljóð séu þarna sniðug eftir lítt kunn skáld þá er ekki á henni að sjá að nokkurn snilling hafi bókmenntastofnun kæft með því að setj- ast á hann af skepnuskap og heimsku. Við fáum bara ekki að sjá nóg, eins og rakið hefur verið. Og í framhaldi af bókinni dettur manni líka í hug að fleiri Umsagnir um bœkur hefðu átt að halda sig betur að skáld- skapnum, gefa út fleiri bækur, skemmti- leg og glögg skáld eins og Magnea Matt- híasdóttir og Þórdís Richardsdóttir, Kristinn Einarsson og Pétur Gunnars- son sem ætti að yrkja meira þótt skáld- sögurnar hans séu góðar. Menn mega hafa litlar áhyggjur af heilsufari ljóðsins, svo mikil er gróskan í ljóðlistinni þrátt fyrir mikinn lággróður — eða kannski einmitt vegna hans. „Ljóðlistin virðist standast áhlaup og yfirgang fjármagnaðra menningarmiðla, svo sem afþreyingariðnaðar, sjónvarps og margs konar skemmtanalífs," segir Eysteinn í formála sínum. En hvers vegna stenst hún áhlaupin? Ekki er það vegna þess að ungt fólk lesi góðskáldin, sum þeirra sem byrjuð eru að yrkja af kappi hafa aldrei lesið ljóðabók, vita ekkert hvernig þau yrkja Þorsteinn, Stef- án Hörður, Snorri, Vilborg og Sigfús, hvað þá eldri skáld. Miklu fremur er að þau hafi einmitt orðið fyrir áhrifum frá ýmsu sem hlýtur að flokkast undir „fjár- magnaða menningarmiðla" og „afþrey- ingariðnað", dægurlagatextum, söng- ljóðum Bubba, Stuðmanna, Þursanna, Pink Floyd, Ninu Hagen, David Bowie, Queen, sem eru uppfull af myndmáli, táknum og vísunum í sameiginlegan veruleika ungmenna um allan hinn vestræna heim. Það er fyrst og fremst þessu fólki að þakka held ég hvað það er auðvelt að fá jafnvel krakka, hvað þá unglinga til að yrkja: Ljóðmálið er þeim hreinlega tamt ef þau eiga mál á annað borð. Teiknimyndirnar gera líka sitt til að auka næmið á táknin; hljóð, hreyfing- ar, tilfinningar og viðbrögð þarf að lesa úr jafnvel flóknum myndhverfingum í myndrömmum hasarblaðanna. Ungu fólki verður náttúrulegt að finna og halda í tíma sem er að glatast með því að 351
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.