Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 25
Um þýðingar því sem mannfjöldinn vex og múgurinn og múghugsunin, grípa menn æ tíðar til sérvisku sinnar og duttlunga og kynferðis til að eiga einhver örlítil séreinkenni. Þetta er ein höfuðástæðan fyrir því hvað jafnvel fullorðið og hámenntað fólk getur verið bernskt og barnalegt og oft í algerri andstæðu við aldur sinn og menntun, einkum í daglegri umgengni, orðum og æði. Bókin er alger andstæða múgsins. Hún á því undir högg að sækja frá fjölmiðluninni, múgskemmtununum og múgsefjuninni. Og talið er að bókin muni líka hverfa með auknu myndmáli fyrir augað sem er fljótara að þýða en hugurinn. Það eru þó allar líkur á að ævinlega verði einhver sem hefur þörf fyrir að dvelja einn með bók. Og svo eru tímar aldrei eilífir, þótt við höfum tilhneigingu til að halda að sérhver tími sé síðasti tími mannkyns- íns og endastig. Bókin er tákn þeirrar einstaklingshyggju sem sameinast öðrum, tákn sjálfsmeðvitundarinnar, og hún er leiðsögumaður að djúpi tilfinninganna og sálarinnar. Bókin er í senn lík einstaklingi og þjóðfélaginu. A vegi bókarinnar eru ýmsar hindranir. Við höfum takmarkaðan aðgang að bókum. Hinar ýmsu og ólíku tungur eru því til fyrirstöðu að við getum notið allra bóka. Fæstir eru færir um að lesa aðra tungu en sitt móðurmál. Þess vegna eru þýðendur bóka nauðsynlegir. Þeir veita öðrum aðgang að bók sem er rituð á erlendu máli. En hver er þýðandi bókar? Hver getur þýtt bækur? Hvað gerist þegar þýtt er? Þessu er ekki auðsvarað. Arið 1948 var enskur skáti af íslenskum ættum á skátamóti á Þingvöllum og talaði hann bæði ensku og íslensku reiprennandi. Hann virtist vera jafnvígur á báðar tungurnar ef hann talaði við enska skáta eða íslenska. Þess vegna var hann fenginn til að túlka einfalt ávarp sem enskur skátaforingi hélt uppi á palli. Unglingurinn stóð við hlið foringjans sem mælti örfá og einföld orð um vináttu meðal þjóða sem hefði aukist á skátamótinu, og til merkis um aukninguna kvaðst hann hafa lært eitt orð í íslensku, „Sanitas“, því það stæði á ölflöskunum. Nú átti pilturinn að þýða orðin en allt stóð í honum svo ógurlega að hann þrútnaði í framan, uns hann stundi flaumósa á íslensku að hann skildi orð foringjans en gæti ekki túlkað þau. Að svo búnu fór hann að skæla. íslenskur skátaforingi steig þá upp á pallinn, kvaðst hafa einungis gagnfræðapróf frá Reykholti og þýddi umsvifalaust orð skáta- foringjans og brandarann um Sanitasölið, en gaf þá skýringu að íslensk- enski pilturinn hefði eflaust fengið sólsting af því það hafði verið heitt um daginn. Þannig var sú skýring sem skátaforinginn hafði á erfiðleikum túlksins eða þess sem þýðir af einni tungu á aðra. Argentínska skáldið Borges sagði frá því í samtali að indíánakona af 495
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.