Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 26
Tímarit Máls og menningar guaraní-ættstofni starfaði hjá honum sem eldabuska og væri hún að því er virtist jafnvíg á guaranímál og kastiljanska tungu, því hún gat í senn talað við Borges á kastiljönsku og son sinn á guaraní. En ef Borges spurði hana, hvað hún segði syni sínum þá svaraði hún á guaraní, enda ófær um að flytja orðin yfir á aðra tungu þótt hún kynni hana. Og kannski hafði konan enga hugmynd um að hægt væri að þýða orð á aðra tungu. Af dæmunum er auðsætt að ekki er leikið að þýða eða flytja orð einnar tungu á aðra. Hér er ekki um að ræða hvort menntun sé fyrir hendi hjá þeim sem hyggst þýða, því þótt indíánakonan hafi eflaust verið ómenntuð verður ekki sagt það sama um ensk-íslenska piltinn. Hvorugt hefur eflaust hlotið þjálfun, kunnið þið að hugsa. Þjálfun er ekki einhlít þótt hún sé mikilvæg. Einhver kann að hafa hlotið þjálfun í að þýða skólastíla, þýða skriflegar æfingar, túlka talaða ræðu, en engin trygging er fyrir því að hann geti þýtt bók, hvort sem efni hennar er vísindi eða bókmenntalegs eðlis. Ég hef sjálfur enga reynslu af því að þýða vísindarit, en mér er tjáð að auðveldara sé að þýða vísindatexta en bókmenntir, vegna þess að í slíkum texta er enginn hugblær eða margbrotnar tilfinningar, engin lítt eða óskiljan- leg leynd með sínum hugblæ sem einkennir bókmenntirnar. Allir vísinda- menn eiga að geta skilið vísindarit með sama hætti, það leiðir að ákveðinni niðurstöðu, en bókmenntir skilur hver lesandi með sínum sérstaka hætti og verður tíðum óákveðnari í skoðun sinni á manninum og lífinu á eftir en áður en lestur hófst. Engu að síður hlýtur hinn vélræni þáttur þýðingarstarfsins að vera áþekkur, hvort sem þýdd eru vísindi eða bókmenntir. Þýðandinn lætur hinn erlenda texta flæða gegnum skilninginn og færir hann á nýja tungu. Það erfiðasta í þýðingum er að ráða við þetta flæði, temja streymið en leyfa því samt að leika frjálsu um ómeðvitundina og meðvitundina og málkenndina fyrir báðum tungunum. Þýðandinn verður að bera virðingu fyrir báðum tungunum, höfundinum og verkinu: stíl þess og efni. Þetta er einkar erfitt vegna þess að mannshugurinn er svo gjarn á að hafa skoðun um leið og hann skilur eitthvað og jafnskjótt vill hann fara að breyta eftir sínu höfði, trana sér fram. Þess vegna eru þýðingar tíðum aðeins túlkun þýðandans, og hann hefur aðeins eðli verksins sem hann þýðir til hliðsjónar; þýðingin er þá verk þýðandans að atburðarásinni frátalinni. Af þessum ástæðum er oft sagt að þýðandi svíki frumtextann, sé ónákvæmur, skilji ekki andrúmsloft eða hugblæ verksins og jafnvel ekki hina erlendu tungu sem þýtt er af. Hér ræði ég einvörðungu um vandamál þýðinga úr frummálinu. Ég bregð varla út fyrir reynslu mína í þessum efnum. Ég hef aldrei þýtt úr öðru en frummálinu. Ég hef aldrei haft aðrar þýðingar til hliðsjónar meðan á 496
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.