Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 29
Um þýðingar skáldsögunni um farandriddarann. Andi endurreisnarinnar á Ítalíu barst ekki til Islands, og með því að Don Kíkóti er þrunginn anda hennar er erfitt fyrir þýðandann að flytja endurreisnarandann inn í íslenskt menningarlíf löngu eftir að hann rann sitt skeið, án þess að flutningurinn verði á einhvern hátt tímaskekkja. En þýðandinn verður samt að finna áþekk blæbrigði í íslenskri tungu og bókmenntum. Slíkt er ekki auðfundið. Hann leitar í íslenskum riddarasögum og rekst kannski á eitt og eitt orð og einhverja hliðstæðu, einkum í Karlamagnúsarsögu. Og hann færir fund sinn með lagni inn í þýðinguna svo lítið beri á og skil sjáist ekki, því að hinn þýddi texti verður helst að líða fram með eðlilegum hætti í sama hljómfalli og frumtextinn. Finna ber hljómfall og tíðni atburðarásarinnar, hugarfar sögupersónanna og höfundarins og tilgang atburðanna. Spænsk fyndni og kaldhæðni er ólík íslenskri fyndni og kaldhæðni. Með því að verk Cervantes er þrungið háði, fyndni og kaldhæðni, mega þessir eiginleikar ekki glatast. Þýðendur grípa gjarna til þess ráðs að færa fyndni upp um nokkra tóna þegar hún er færð af einni tungu á aðra, svo hún verði meira áberandi og hinir nýju lesendur reki augun í hana. Slíka verkshætti hef ég reynt að forðast. Háðið í bók Cervantes er tamið. Það gefur samt tilefni til að þýðandinn stundi ýkjur, en þær eru að mínu mati bagalegar og gætu vakið tómahljóð í stað kátínu. Tamið háð fer kannski fram hjá lesandanum við fyrsta lestur, en þýðandinn verður að hætta á það í von um að lesið verði á ný og einhver uppgötvi dýpt háðsins. Háð sem ristir djúpt hefur jafnan harmleikinn að grunntóni, sorg mannsins og varnarleysi hans gagnvart sjálfum sér og eðli sínu. Þetta tel ég vera helstu vandkvæðin sem blasa við þýðanda sem þýðir úr frumtungunni, ef hann þekkir ekki aðeins merkingu orðanna heldur kann- ast líka við tíðarandann sem ríkti, hljómfall tungunnar og bylgjuhreyfingu setningaskipunarinnar. Þýðandi sem þýðir verk úr öðru máli en frum- tungunni losnar við þennan vanda. Þýðandi veit að engin leið er að varðveita tungur þjóða, þótt oft sé rætt um nauðsyn slíkrar varðveislu. Tungan er ekki í eðli sínu geymsluvara heldur tæki til stöðugs brúks. Tungan er stöðugum breytingum undirorpin. Og það kynlega er að ef orð er misskilið getur misskilningurinn fundið orðinu nýja framrás, nýja merkingu. Gleymska og misskilningur eru manninum nauðsyn, enda er maðurinn gæddur gleymsku og misskilningi í ríkum mæli, og tilviljunin er framganginum líka hjálpræði. Kannski er gleymskan og misskilningurinn undirstaða ímyndunaraflsins. Ef við mis- skildum aldrei neitt stæði allt í stað. Ogerlegt er að varðveita tungu þjóðar, en ef tungan er færð í búning ntmáls er hægt að varðveita hana í bókartexta. Hann breytist aldrei. Ritað 499
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.