Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar margar að tölu. Fyrsta bókin geymir eina slíka: „Vegg úr gleri“; í Veizltt undir grjótvegg eru fjórar: „Saga handa börnum“, „Krabbadýr, brúðkaup, andlát“, „Kona með spegil", „Þegar skrúfað var frá krananum í ógáti“, og í nýjustu bókinni einungis tvær: „Gefið hvort öðru . . .“ og „I draumi manns“.4 Ef þessari flokkun er haldið til streitu reynast fantasíurnar einung- is vera 7 af 31 smásögu sem Svava hefur birt á bók. Eitt og sér segir þetta ekki margt frekar en talnaleikir bókmenntafræðinga yfirleitt, en þetta bendir til að líta verði nánar á fantasíuhugtakið. I upphafi ritgerðarinnar „Reynsla og raunveruleiki“ birtir Svava smásögu- byrjun er hún ræðir síðan sem „fantasíu", en flestum gagnrýnendum mun væntanlega þykja sem þessi saga stefni í flokkinn „sálfræðilegt raunsæi“. I ljós kemur að hugtak Svövu er nokkuð rúmt: Eg túlka orðið „fantasía" mjög frjálslega. I þessu samhengi nota ég orðið nánast um flest er brýtur gegn hefðbundnum raunsæisstíl og hefðbundnu raunsæju viðhorfi til efnisins. Eitt orð, ein líking eða heil atburðarás getur vakið upp fantasíuna. (227) Ég hygg að þessi rúmgóði skilningur á fantasíu haldist nokkuð trúverðug- lega í hendur við módernisma Svövu, en þá nær þetta hugtak líka yfir margar sögur sem menn myndu e.t.v. í fljótu bragði flokka undir sálfræði- legt raunsæi. Fráhvarf höfundar frá „hefðbundnu raunsæju viðhorfi til efnisins" birtist í næmu myndsæi og táknvísi, sem ekki takmarkast við furðusögurnar, en einnig kemur það fram í öðrum formgerðareigindum sem ræddar verða hér á eftir og felast einkum í afar módernísku sambandi vitundar og ytri veruleika. Frá yfirbordinu í djúpin Svava hefur samt sem áður sent frá sér sögur með hefðbundnu raunsæissniði. Dæmi um það er „Veisluglaumur hf.“ í þessari nýjustu bók. Eins og margar aðrar persónur Svövu lifir gamla konan í lokaðri veröld; lokuð inni í íbúð sinni og „innilokuð af fannhvítum fjallgörðum á báða vegu“ (57) þegar hún getur brugðið sér út. Sagan bregður upp einkar ljósri mynd af lífsaðstæðum þessarar konu, einmanaleika og einangrun í ellinni, hvernig hún drepur seinlátan tímann, öllum gleymd, með því að lesa auglýsingar og ímynda sér veisluna sem hún ætlar að stofna til með aðföngum frá Veisluglaumi hf. (eins og stundum áður í sögum Svövu er draumurinn um raunveruleg mannleg samskipti bundin hugmyndinni um veislu eða samkvæmi). Sagan af þessum smælingja sver sig ljóslega í ætt við íslenska raunsæishefð í smásagnagerð. — Að vísu er sagan að hluta borin 536
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.