Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 74
Tímarit Máls og menningar
og frostrósirnar sem brúðurin dáðist að í bernsku, „sökkti sér niður í hvítar
myndirnar sem huldu gervalla rúðuna svo að ekki sá út í heiminn fyrir
fegurð.“ (11) Enda reynist sögnin vera í boðhætti, tákna skipun, þvingun,
innilokun, og fegurðin í sögunni breytist í óhugnað sem samt er miðlað í
sama jafnvægistóninum til lesandans.
Kæfandi ryk
„I draumi manns“ fjallar einnig um brúði sem ætlast er til að gangi í það
hlutverk sem karlmenn hafa skapað konum í aldanna rás. Henni verður ljóst
að ætlast er til að hún komi allslaus og innantóm til þessarar sambúðar, því
hennar bíður fullinnréttuð veröld í draumum brúðgumans. Lok sögunnar
benda til að hún eigi engrar undankomu auðið: „Hún var læst inni í
draumheimi hans og hann einn gat hleypt henni út.“ (51) Saga þessi kallast
að vissu marki á við „Gerviblóm“ í Tólf konum. Þeirri sögu lýkur þannig:
„Líklega skipti engu máli, hvort hún færi til hans eða ekki. Því að kannske
var hún ekki lengur til nema í athöfn og orðum þessa manns; eða einhvers
staðar á bak við þau. Eða ósögð.“
Brúðguminn hefur þegið í arf hinar ýmsu goðsagnir um hlutverk kvenna
og í draumi hans upplifir konan sig í hinum ýmsu tilbrigðum þeirrar
kynveru sem er körlum eftirlát og þjónustusöm, en þó sveipuð rómantík;
hún er japönsk geisha, austurlensk ambátt og sjálf Júlía. Hér sem í öðrum
furðusögum hlutgerir Svava afstrakt eiginleika til að sýna fram á hlutverk
þeirra. Hún brýtur skilveggi vitundarlífs og ytri veruleika, og aðgreinir
þetta tvennt ekki heldur með frásagnarhættinum. Það sem veldur hinum
huglægu hamskiptum brúðarinnar er hversu óviðbúin hún er þeirri
rótgrónu hefð kvenhlutverksins sem fylgir hjónabandinu. Svava er hér að
gera úttekt á versta óvini kvenna, hefðinni, sem hvílir eins og mara á þeim
og afmarkar lífsbraut þeirra. Hefðin birtist í sögunni í formi ryks sem
móðirin er sem ákafast að þurrka af í svefnherbergi brúðarinnar. „Rykið
virtist leita inn fremur en út og það fyllti herbergið og öll hennar skilningar-
vit uns henni fannst hún vera að kafna.“ (43) Að lokum tengir hún rykið
hinum fornu kvenhlutverkum sem hún gengur nauðug í: „Það þýðir ekkert
að vera að þurrka af, sagði hún við móður sína. Þetta er aftan úr öldum.“
(47) Svava hefur áður fjallað myndrænt um það hvernig konur ganga undir
ok hefðarinnar, ég minni t.d. á brúðarslörið í „Krabbadýr, brúðkaup,
andlát“.
Viðbrögð brúðarinnar við hamskiptunum í „I draumi manns“ eru að æpa
uns lögreglan kemur á vettvang og ásaka þá brúðgumann um nauðgun. Hér
finnst mér hlaupa misvísun í söguna, ekki síst vegna þess að maður hefur
544
X