Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 103
Umsagnir um bœkur meinum. Þannig beinist ádeila „Heiðar- innar" (6) einkum að þjóðfélagslegu mis- rétti og kúgun. Svið ljóðsins er heiðin en því er tvískipt: Geing ég um gljána sem forðum; heldur ægir mér heiðin hulin blekkíngafönnum: undir okinu kalda auðnin er krökk af mönnum. Isilögð brjóstin undrast háreysti hola og slæga hér í galdrinum fremra. Annars vegar eru það slóðir ljóðmæl- anda, „hér“, og hins vegar mannabyggð undir oki íssins, „þar.“ „Þar“eru menn fangnir en „hér“ er stundaður galdur og ýmisleg fólskuleg blekking. „ísilögð brjóstin undrast“, eru þolendur og sak- laus fórnarlömb slægðarinnar. Ljóðmæl- andi er látinn vakna til vitundar um eymd og örbirgð manna „þar“. Von ljóðsins er bundin því tvennu að hann haldi vöku sinni og föngunum takist að heimta frelsi sitt. Einkum lofar söngur- inn góðu um baráttu og kraft og líf. Ljóðið býður upp á þá túlkun að „hér“ og „þar“ séu t.d. andstæður norðurs og suðurs, auðugra þjóða og fátækra, arðrænandi og arðrændra. Ljóðið skírskotar svo enn frekar til heimsins í núinu með þeim dauðablæ sem grúfir sig yfir, einkum „helkundunni", heiti sem nú á sem aldrei fyrr við um jörðina, á valdi eyðingarafla. Tortímingarógnin á einmitt einna stærsta sök á óttalegum geignum sem er svo þrálátur í bókinni. „Eftirleit“ (20) er eitt þeirra ljóða sem vísa til einhvers konar endaloka. Sérstaklega breyta tvær síðustu línurnar venjulegri eftirleit í leit að manninum sjálfum: /.../ og örnefnin gleymd við Innstafljót. Fyrr í ljóðinu er þó undirbúið með hljóðum efa að ef til vill sé maðurinn sjálfur týndur, jafnvel ekki lengur á lífi: /.../ og þó undir hælinn lagt hvað er að finna; /.../ og svo ef ég finn nú eitthvað — verður það lífs? Til að þyngja óvissuna og gruninn um ógnvænlega atburði er gefið í skyn að þeir séu þegar orðnir, of seint af stað farið, eyðingin hafin við Innstafljót — örnefnin gleymd. Endir „Afturhvarfs" (19) er líka tví- ræður, bendir á bágt ástand í nútíman- um, þótt ljóðið í heild sinni sé frekar af heimspekilegum toga með umhugsun um upphafið: Hvort hann er þar að ljúka við líf eða byrja er svipull grunur, sögn um upphaf og endi manns í auðn og þögn. Með tvíræðninni og óvissunni, „svipul- um grun“, er minnt á þann háska sem blasir við, að einhvern tíma í óráðinni framtíð verði upphaf og endir eitt, „ í auðn og þögn“, milli þeirra allt gleymt og ekki lengur neitt. Það sem eitt sinn var draumur um líf er þá orðið að martröð. „Háski“ (18) á líka bæði heima í blástundinni og öllum tíma, nútíð og fortíð. Einnig þar hefur draumur upp- hafsins breyst í martröð: 573
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.