Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 103
Umsagnir um bœkur
meinum. Þannig beinist ádeila „Heiðar-
innar" (6) einkum að þjóðfélagslegu mis-
rétti og kúgun. Svið ljóðsins er heiðin en
því er tvískipt:
Geing ég um gljána sem forðum;
heldur ægir mér heiðin
hulin blekkíngafönnum:
undir okinu kalda
auðnin er krökk af mönnum.
Isilögð brjóstin undrast
háreysti hola og slæga
hér í galdrinum fremra.
Annars vegar eru það slóðir ljóðmæl-
anda, „hér“, og hins vegar mannabyggð
undir oki íssins, „þar.“ „Þar“eru menn
fangnir en „hér“ er stundaður galdur og
ýmisleg fólskuleg blekking. „ísilögð
brjóstin undrast“, eru þolendur og sak-
laus fórnarlömb slægðarinnar. Ljóðmæl-
andi er látinn vakna til vitundar um
eymd og örbirgð manna „þar“. Von
ljóðsins er bundin því tvennu að hann
haldi vöku sinni og föngunum takist að
heimta frelsi sitt. Einkum lofar söngur-
inn góðu um baráttu og kraft og líf.
Ljóðið býður upp á þá túlkun að
„hér“ og „þar“ séu t.d. andstæður
norðurs og suðurs, auðugra þjóða og
fátækra, arðrænandi og arðrændra.
Ljóðið skírskotar svo enn frekar til
heimsins í núinu með þeim dauðablæ
sem grúfir sig yfir, einkum
„helkundunni", heiti sem nú á sem
aldrei fyrr við um jörðina, á valdi
eyðingarafla.
Tortímingarógnin á einmitt einna
stærsta sök á óttalegum geignum sem er
svo þrálátur í bókinni. „Eftirleit“ (20) er
eitt þeirra ljóða sem vísa til einhvers
konar endaloka. Sérstaklega breyta tvær
síðustu línurnar venjulegri eftirleit í leit
að manninum sjálfum:
/.../
og örnefnin gleymd
við Innstafljót.
Fyrr í ljóðinu er þó undirbúið með
hljóðum efa að ef til vill sé maðurinn
sjálfur týndur, jafnvel ekki lengur á lífi:
/.../
og þó undir hælinn lagt
hvað er að finna;
/.../
og svo ef ég finn nú eitthvað
— verður það lífs?
Til að þyngja óvissuna og gruninn um
ógnvænlega atburði er gefið í skyn að
þeir séu þegar orðnir, of seint af stað
farið, eyðingin hafin við Innstafljót —
örnefnin gleymd.
Endir „Afturhvarfs" (19) er líka tví-
ræður, bendir á bágt ástand í nútíman-
um, þótt ljóðið í heild sinni sé frekar af
heimspekilegum toga með umhugsun
um upphafið:
Hvort hann er þar að ljúka við líf eða
byrja
er svipull grunur, sögn
um upphaf og endi manns
í auðn og þögn.
Með tvíræðninni og óvissunni, „svipul-
um grun“, er minnt á þann háska sem
blasir við, að einhvern tíma í óráðinni
framtíð verði upphaf og endir eitt, „ í
auðn og þögn“, milli þeirra allt gleymt
og ekki lengur neitt. Það sem eitt sinn
var draumur um líf er þá orðið að
martröð.
„Háski“ (18) á líka bæði heima í
blástundinni og öllum tíma, nútíð og
fortíð. Einnig þar hefur draumur upp-
hafsins breyst í martröð:
573