Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 48
Tímarit Máls og menningar isminn miðstöð gagnrýni sem fram kemur í formlegu og mállegu andófi hans gegn þeirri fölsku lífsfyllingu sem fjöldaframleidd er í vestrænu samfélagi. A sjöunda áratugnum snúast margir gegn slíkri tvíhyggju og Leslie Fiedler segir að póstmódernismi brúi þetta bil. Hann geri okkur ókleift að skilja á milli skemmtanaiðnaðar og alvarlegra bókmennta, m.a. vegna þess að póstmódern- istar taki sig ekki eins alvarlega og módernistarnir, þeir sýni hiklaust af sér til- finningasemi, útvatnaða rómantík og annað það sem talist hefði smekkleysi samkvæmt þeim dóm-greindu mælikvörðum sem nú séu fallnir úr gildi. Póst- módernistar hika ekki við að sækja sér efni í vestra, vísindaskáldsögur eða klám,26 raunar í hverskonar hasarefni og í auglýsingar (sbr. popplistina); við auglýsingaiðnaðinn séu þeir ófeimnir og líti jafnvel á metsölulista sem gilda mælikvarða starfsins. Því er ekki að neita að á síðustu árum hafa margir metnaðarfullir höfundar verið hugfangnir af vinsælum formum og formúlubókmenntum. Þeir hafa hagnýtt sér eðli þeirra verka sem fara á umbúðalausastan hátt með ótta okkar og þrár, halda okkur í spennu andspænis lífshættu og dauða, láta okkur trúa á ómælda ást og grimmasta hatur, hverskonar ævintýri og fundi við hið óþekkta; þeirra verka sem haga máli sínu þannig að þau komist í „beint“ samband við okkur en fjalla jafnframt um lífsreynslu sem varðar ekki beinlínis hversdagslíf. Þetta eru verk sem kynda undir frumhvötum okkar og skiljanlegt má vera að útsjónarsamir pennar vilji ekki láta einhverja meðalskussa eða þaðan af lélegri höfunda sitja eina að þessum kötlum. Vestan hafs er þessi tilhneiging hvað augljósust á sviði vísindaskáldsagna. Þar starfa höfundar sem stíga langt út fyrir þau landamæri afþreyingar sem slíkum verkum virðast stundum ásköpuð - ég læt nægja að nefna Ursulu LeGuin. Is- lendingar hafa líklega kynnst þessari brúargerð hvað best í ástarsögum og saka- málasögum. Verk eins og Ástkona franska lautinantsins eftir John Fowles og Hús andanna eftir Allende höfða að ýmsu leyti til sömu væntinga og ástarreyf- arar. Formúlur sakamálasagna leika meginhlutverk í Nafni rósarinnar eftir Umberto Eco og búa að vissu marki einnig að baki Grámosinn glóir eftir Thor. I Ilminum eftir Patrick Suí?kind er að vísu ekki leikið á löngun okkar til að finna sökudólg, en lesendur eru dregnir á nefinu gegnum bókina því þeir þrá að vita hvort þrjóturinn þefnæmi muni drepa stúlkuna fögru sem þeir hafa að sjálfsögðu hrifist af. Slíkar hræringar hafa ekki bara átt sér stað í bókmenntum. Benda má á metnaðarfullar kvikmyndir er nýta sér formúlur afþreyingariðnað- arins sem byggingarefni, t.d. Divu og Blue Velvet. Hvaða ályktanir á svo að draga af þessu? I bók sem Eco skrifaði sem eins- konar eftirmála við Nafn rósarinnar segir hann að höfundar verði að hætta að hatast við vinsældir einsog tíðkast hafi meðal framúrstefnumanna; markmiðið sé ævinlega að skemmta fólki.27 Ef listskapendur hafa í raun fyllt upp í gapið milli módernisma og afþreyingariðnaðar með skemmtilegum verkum, erum við þá byrjuð að komast fyrir eitt helsta menningarmein Vesturlanda: mótsögnina 438
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.