Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 37
Hvað er póstmódernismi?
lega fagurfræði sjöunda áratugarins en hinsvegar borið merkingu í samræmi við
sögusvið bókarinnar. Sagan gerist einmitt á póst-módernum tímum í þeim
skilningi að hinn vestræni nútími er liðinn undir lok. Kapítalíska hagkerfið er
hrunið og ýmiskonar hörmungar hafa dunið yfir jörðina: raunverulegar fram-
farir hafa einungis átt sér stað á einu sviði; geimferðum, en hnötturinn sjálfur
er með heimsendabrag. Er ekki einmitt rökrétt að nota hugtakið póstmódern-
ismi um list sem birtir slíkt hrun heimsmyndar okkar, í raun endalok vest-
rænnar menningar og þess nútímalífs sem enn einkennist af örri tækniþróun og
útþenslu hagkerfa?
En hugtakið er ekki bundið ákveðnu viðfangsefni og hefur ekki verið notað
til slíkrar þematískrar flokkunar. Hinsvegar hefur verið bryddað uppá hugtak-
mu „post-apocalyptic“ um verk sem fjalla um jarðneskt líf eftir heimsslitaátök,
einsog sumar skáldsögur Doris Lessing, t.d. Memoirs of a Survivor, sem út hef-
ur komið á íslensku (Minningar einnar sem eftir lifði). Og einsog flest önnur
póst-hugtök sem höfð hafa verið í frammi upp á síðkastið (á ensku má rekast á
hugtök einsog „post-marxixm“, „post-feminism“, „post-industrial“ og jafnvel
„post-historical“, þ.e. „póstsögulegur"), þá ber „postmodernismi" með sér (ó)
vissa heimsendingastemmningu. í>að er einsog öllu sé að ljúka og jafnframt
kemst skilningur okkar í þrot og við erum ekki fær um annað en að hnýta
„póstinum" framan við það sem var, eða það sem er að fjara út. Ég mun víkja
aftur að þessu í lokin, svo sem hæfir.
Hvab meb módernismann?
Hingað til hef ég einblínt á forskeytið og bælt það hugtak sem myndar megin-
hluta „póstmódernismans", sjálft föðurnafnið. Ringulreiðin í kringum
póstmódernismann hlýst ekki síst af því að umræðan um hann er oft tilraun til
að losna við annað fyrirbæri sem að margra mati er langt frá því að vera „kom-
ið á hreint". Póstmódernismanum er samkvæmt orðsins hljóðan oft ætlað að
boða endalok módernisma sem stefnu í bókmenntum og listum og vísa á það
sem kemur á eftir módernismanum.
Það er aldagömul hefð fyrir því að tala um nútímafólk sem dverga er sitja á
herðum risa. I þessu felst ákveðið lítillæti, því við erum smáar verur og kom-
umst einungis svona hátt vegna stærðar risans (fortíðarinnar), en hins vegar
einnig sjálfsánægja, því við njótum betra útsýnis en sá sem ber okkur; við sjá-
um jafnvel í annan heim. En sú söguspeki, sem býr í þessari mynd af sjálfstæð-
um verum trónandi efst á sístækkandi burðarmanni, komst í þrot á okkar öld.
Og póstmódernisminn sættir sig við að vera áfastur því sem hann afneitar.
Munurinn felst í litlu /orskeyti sem vísar þó á a/í«rhluta, kannski þann hluta
sem skilar úrgangi sjálfrar skepnunnar og getur náttúrlega ekki án hennar ver-
ið. Til þess að átta okkur á afturhluta þessarar skepnu sem ferðast svona öfug
tnn í framtíðina verðum við að þekkja skrímslið sjálft. Við getum ekki notað
hugtakið póstmódernismi nema benda merkingarfingri á módernisma. Þetta
427