Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 117
Hverjar voru tilfinningar Jakobs í garð
Boggu? Og þegir Bogga vísvitandi um
hvað skeði raunverulega á milli hennar
og Sigurrósar? Hér fær lesandinn að
hugsa sitt; taka þannig þátt í sköpunar-
verkinu; vera virkur.
Alfrún gerir kröfur til lesandans,
heimtar athygli hans óskipta, hjálpar
honum áleiðis með endurteknum stef-
um og hálfkveðnum vísum sem lofa
meiru síðar. Þetta gerir lesturinn venju
fremur heillandi og spennandi viðfangs-
efni. Aðeins eitt að lokum: þessa bók
verður að lesa a.m.k. tvisvar. Hún er vel
þess virði.
Soffía Auður Birgisdóttir
EILÍFUR KARL
Kristján Jóhann Jónsson: Undir húfu
tollarans.
Iðunn, Reykjavík 1987.
Þau eiga vel við einkunnaroðin úr Jobs-
bók sem höfundur velur sem vegvísi inn
í bók sína, Undir húfu tollarans: „Mað-
urinn, af konu fæddur, lifir stutta stund
og mettast órósemi; hann rennur upp
og fölnar, eins og blóm, flýr burt eins
og skuggi og hefir ekkert viðnám.“ Sag-
an fjallar nefnilega um menn sem mett-
ast órósemi er líf þeirra tekur að föina -
og um sífelldan flótta sem þeir halda
sjálfir að sé leit að fótfestu - og um ekk-
ert viðnám.
Sagan hefst með allkostulegum hætti:
„Þá fleygði Ingibjörg sósukönnunni.
Líklega hefur hún snúist einhvern veg-
inn í loftinu vegna þess að Eilífur sá
hvort tveggja í senn að Ingibjörg, sem
hafði ætlað að stinga sósukönnunni
Umsagnir um btekur
undir kranann og skola úr henni sós-
una, snerist í skyndilegan hálfhring við
vaskinn, ekki ósvipað kringlukastara
sem verið hafði í sjónvarpinu kvöldið
áður, og svo kom sósukannan og dró á
eftir sér brúna rák á fluginu og Eilífur
náði ekki að hugsa neina aðra hugsun
en þá að líklega hefði kannan snúst ein-
hvern veginn þannig, eftir að hún hóf
sig til flugs úr hendi Ingibjargar, að nú
mundi hún leggja jafna, brúna sósurák
frá vaskinum, eftir nýsettri klæðning-
unni í loftinu og yfir að dyrastafnum
sem nefndur Eilífur hallaði sér uppað.“
(7)
Höfuðið, sem sósukönnunni um-
ræddu er ætlað að hæfa, verður að telj-
ast þungamiðja þessarar skáldsögu enda
er Eilífur þessi annar sögumaður henn-
ar. Það kemur fram að Eilífur hefur í
sjö löng ár bælt niður löngun sína til að
semja sögur en þess í stað flust í kaup-
tún eitt austur á fjörðum og komið
reglu á líf sitt undir embættistákni, toll-
arahúfu, sem veitir honum um leið völd
til að koma reglu á líf annarra. En húfan
þrengir nú að og innibyrgðar sögurnar
leita útrásar. Líf tollarans stefnir því í
upphafi sögunnar burt frá reglufestu,
tilbreytingaleysi og lognmollu - og þar
með örygginu. Hann yfirgefur kaup-
túnið, konu og börn og ekur sem leið
liggur til Reykjavíkur, norðurleiðina. I
höfði hans, frjálsu undan oki húfunnar,
brýst sagan fram.
Eilífur hefur það að yfirvarpi er hann
leggur leið sína til Reykjavíkur að hann
ætli að sækja fermingarveislu systur-
dóttur sinnar Guðrúnar. I rauninni hef-
ur hann annað í huga. Hann hyggst
sækja inn í líf sitt einhverja spennu sem
lognið í firðinum fyrir austan getur ekki
veitt honum. Hann telur sig vera á
* TMM VIII
507