Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 27
Gegn straumi aldar
Gesellschaft í pílagrímsför þess með Milwaukee - urðu öðru fremur til
vinslita með honum og ýmsum af vinstri væng meðal danskra rithöfunda
og menntamanna. Hér urðu veðraskil og nú hófust beinar og dulbúnar
árásir á hann í dönskum blöðum og tímaritum fyrir meintan nasisma eða
a.m.k. hliðhylli við stefnu þeirra.
Ein fyrsta og meinfýsnasta atlagan var gerð í hinu glæsilega menningar-
tímariti Kulturkampen sem ýmsir ungir og vinstri-róttækir menntamenn
stóðu að. I septemberhefti þess 1936 birti gamall vinur Gunnars, Otto Gel-
sted, er samið hafði bók um hann og höfundarverk hans, „Aabent Brev til
Gunnar Gunnarsson“.
Þar krafðist hann svara við því hversu sterk tengsl við menningarstefnu
nasista doktorstitillinn þýddi og hvort Gunnar tryði ekki lengur á frelsi
sem forsendu vísindaiðkana og listsköpunar, en teldi þær eiga að vera
flokksstýrðar eins og væri stefna nasista.
I sama hefti af Kulturkampen birtist svo meinleg skopteikning af Gunn-
ari þar sem sagt var beinum orðum í meðfylgjandi texta að hann hefði eftir
doktorsútnefningu í Heidelberg ferðast til Islands á þýsku herskipi.
Gunnar brást að vonum hart við þessari árás og í desemberheftinu af
Kulturkampen birtist svar hans við opnu bréfi Gelsteds.
Sagði hann stutt og laggott að hann hefði ávallt gengið sínar eigin götur
og allt höfundarverk sitt ætti að vera Otto Gelsted nægilegt svar um það að
hann tryði á frjálsa iðkun vísinda og lista.
Síðan lét hann höggin ríða vegna myndbirtingarinnar og skoraði á tíma-
ritið að nefna dæmi um ferðalög sín með þýskum herskipum, en um borð í
slík farartæki hefði hann aldrei stigið fæti. Þótti honum sem aðstandendur
ritsins hnikuðu grundvelli sannleikans, en byggðu á slúðri og hefðu lítil
efni á tali um óhlutdrægni.
Bæði Otto Gelsted og Peter Freuchen, sem borið höfðu ábyrgð á
myndbirtingunni, báðu Gunnar afsökunar á henni í þessu hefti, en hömr-
uðu á því að Gunnar hefði vakið sorg og hneykslun gamalla aðdáenda
sinna með því að taka við heiðursnafnbótinni í Heidelberg.
En atburðir þessa örlagaárs í pólitískri sögu Gunnars eru ekki allir taldir.
Um haustið þá hann boð á flokksþing nasista sem haldið var í Núrnberg
8.-14. september og nefndist Der Parteitag der Ehre.
Þýsk nákvæmni er söm við sig. í skjalasafni stofnunarinnar fyrir samtíma
sögu í Múnchen er skrá nasistaflokksins um það hvar gestum var fundinn
samastaður. Sakir fjölda þeirra skorti hótelrými og var mörgum fengin gist-
ing í svefnvögnum járnbrautarlesta. Þar getur að líta vagnnúmer skáldsins.
A heimleiðinni kom hann við í Berlín og hafði þá viðtal við blaðið Ber-
liner Lokal-Anzeiger 17. sept., þar sem hann lét í ljós mikla hrifni og bar
417