Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
ur, yfirleitt flókinn eins og lífið. Og
persónulýsingar hennar einnig. Hér er
ekki hægt að skipta persónum niður í
gerendur/þolendur, það er flóknara en
svo.
Líkt eftir lífinu
Fyrsta bók Alfrúnar, smásagnasafnið Af
manna völdum (M&M 1982), ber und-
irtitilinn „tilbrigði um stef“. Stefið sem
Álfrún orti þar út frá var óttinn, og ná-
tengt honum er ofbeldið og illskan. Það
er samspil þessara þátta í mannlegum
samskiptum sem liggur til grundvallar
öllum skáldskap Alfrúnar: Smásögun-
um, skáldsögunni Þeli (M&M 1984) og
Hringsóli. I öllum þessum verkum
skiptast á tvö megin sögusvið: Annars
vegar meginland Evrópu (aðallega
Spánn) á stríðstímum, enda varla til
ákjósanlegra sögusvið ofbeldis og ótta
sem reynsluheimur vesturlandabúans
nær yfir. Hins vegar Island nútímans
þar sem sjónarhorninu er beint að sam-
skiptum einstaklinga og dregið er misk-
unarlaust fram samspil þessara sömu
þátta og sýnt fram á að í samskiptum
fólks geysa einnig styrjaldir, sem eru
engu að síður ógnvænlegar og eyðandi,
þótt vopnin séu önnur.
Fleiri atriði er hægt að draga fram
sem einkenna og „sérkenna“ verk Alf-
rúnar. Hér má nefna sérstæðan stíl
hennar og frásagnarhátt. I öllum verk-
unum beitir hún upprifjun. Sögumaður
rifjar upp atburði úr lífi sínu, vefur úr
minningum sögu einstaklinga í heimi
ógna og válegra tíðinda.
I Af manna völdum segir á einum stað:
A öllum frásögnum er skipulag;
ákveðin tengsl milli persóna og viss
samræming í atburðarás. Þessu er
öðruvísi farið í lífinu. Minningarnar
eru gloppóttar, sjaldan nema smá-
brot, skyndimyndir á stangli. £109)
Með frásagnaraðferð sinni er Alfrún
kannski að reyna að líkja eftir lífinu.
Hún gerir það á sannfærandi og per-
sónulegan hátt. Alfrúnu hefur tekist að
skapa sér persónulegan stíl sem auðvelt
er að hrífast af. Hún skapar ljóðrænu
með hnitmiðuðum setningum og völd-
um orðum. Hún fer sparlega með orð,
sleppir víða persónufornöfnum og sam-
tengingum, gefur aldrei of mikið upp,
segir jafn mikið milli lína og í sjálfum
textanum. Þessi frásagnarháttur minnir
á ljóðagerð í sparsemi sinni og, oft á
tíðum, dulinni merkingu. I Hringsóli
hefur Alfrún náð meistaratökum á þess-
ari aðferð. Vefurinn er flóknari en áður
enda sagan hennar metnaðarfyllsta til
þessa. Smám saman sogast lesandinn
inn í heim verksins, fær smátt og smátt
að vita meira, verður spenntur - og
óttasleginn, skilur vel hvers vegna sögu-
kona veigrar sér við að rifja upp sárs-
aukafyllstu minningarnar, finnur til
með henni, blygðast sín með henni.
Þannig opnast verkið hægt og bítandi,
en þó aldrei að fullu. Mörk tíma og
rúms eru þurrkuð út. Frásögnin sveifl-
ast stöðugt milli ólíkra tímaskeiða í lífi
sögukonu; æska, unglings- og fullorð-
insár og ellin skarast stöðugt í frásögn-
inni sem lesandinn upplifir samtímis
hugsunum, tilfinningum og minningum
hennar sem segir frá. Sagan er þannig
brotakennd (en þó aldrei sundurlaus)
heildarsýn fæst ekki fyrr en við sögu-
lok, og þá aðeins að því marki sem það
er mögulegt. Að loknum lestri eru enn
óleystar gátur í huga lesandans, en það
eru gátur sem Bogga sjálf hefur að öll-
um líkindum ekki getað ráðið. Hvað
var á milli Daníels og Sigurrósar?