Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 115
kringum læsinguna er svört rönd: Sorg- arrammi. Hún er í fylgd Daníels sem tók á móti henni á bryggjunni. Daníel er bróðir Jakobs og mágur Sigurrósar, hjónanna sem tóku hana í fóstur, og því n.k. frændi stelpunnar. Astarsamband þeirra ber því keim af sifjaspelli þó þau séu ekki tengd blóðböndum, enda verð- ur „frændi" bannorð sem hún notar til að stríða Daníel með. Bogga er enn bara stelpa þegar Daníel fer að koma við hana, strjúka á henni lærin, girnast hana. Þá vissi hún ekki að hann „girntist aðeins forboðnu aldin- in“. (162) Flest við Daníel er öfugsnúið. Ekki bara hin afbrigðilega kynhegðun hans fram eftir öllum aldri, eða háttalag hans eftir dauðann, heldur einnig skoð- anir hans á tilverunni í heild. Bogga reynir að loka augunum fyrir því lengst af, en gerir sér þó grein fyrir að „þessi maður tortímdi“ (141). Hún veigrar sér þó lengst af frásagnarinnar að minnast Daníels í hans ógnvænlegustu mynd - og þegar sú minning verður ekki lengur umflúin: „Þetta var allt annar maður, með hakakrossi armbindið um handlegg hans.“ (310) En hvernig var sá Daníel sem Bogga þekkti? Hún vildi hann ekki framan af. Hljóp (alfarin að hún hélt) út úr húsinu þegar hún var hvött til að eiga hann. Lætur síðan undan löngu síðar, þegar henni virðast vera allir vegir ófær- ir. - Eða hvað? Stjórnaði helber eymdin uppgjöf hennar? Eða „brennandi lost- inn“? Er hún kannski eftir allt ekki sá varnarlausi þolandi sem hún virðist vera við fyrstu sýn? Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að Bogga og Daníel eiga ýmislegt sameiginlegt sem kannski bindur þau saman - þrátt fyrir allt. Lán- laus bernska, einmanakennd og utan- garðsmennska svo eitthvað sé tínt til. Kannski er það sá Daníel sem hún vill Umsagnir um bakur kannast við, en ekki nasistinn, öfug- ugginn og (mögulega) svikarinn. Bogga og Daníel fara í brúðkaupsferð til Spánar, en þar hefur Daníel dvalið áður, á stríðstímum. Minningar hans snúast aðallega í kringum þann tíma. Hvaða hlutverki hann gegndi í þeim ósköpum verður aldrei fullljóst af frá- sögninni. Þó er gefið í skyn að hann hafi átt þátt í að svíkja fólk í hendur nasista. Hann er margsaga um þennan tíma, en óhugnaður stríðsins ásækir hann stöðugt. I minningum hans bland- ast stöðugt ofbeldi og losti, afbrigðileg- ar hneigðir hans skýrast á sviði ofbeldis og dauða. I fyrstu skáldsögu Alfrúnar, Þeli, er efnið alls ekki óskylt því sem hún vinn- ur með í Hringsóli. Þar er m.a. konan Una, sem lýst er með augum sögu- manns og vinar hans Einars. Með aug- um tveggja karlmanna. Hún er þolandi í tvenns konar skilningi: Þolandi í frá- sögninni; fær aldrei málið sjálf. Og þol- andi í samskiptum við karlmenn sög- unnar. Bogga í Hringsóli minnir að mörgu leyti á Unu í Þeli. Tilvera þeirra álíka lánlaus og sársaukafull. En í Hringsáli er konan til frásagnar. Hún er gerandi frásagnarinnar, og kannski meiri gerandi í lífi sínu en mann grunar í fyrstu. Þetta er strax gefið í skyn þegar hún er enn á barnsaldri og beitir skóla- systur sína grimmd. Þar er hún í hlut- verki kúgarans. Búin að læra að bíta frá sér. Grimmdin virðist líka stjórna gerð- um Boggu í sambandinu við Daníel þegar hann er orðinn gamall og farlama. Og eins er um samband hennar og Sig- urrósar. Gefið er í skyn að Bogga hafi komið henni úr húsi, rekið hana burtu af heimilinu gamla og veika. Hér er þó aldrei allur sannleikurinn gefinn. Texti Alfrúnar er aldrei einfaldur, oft tvíræð- TMM VIII 505
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.