Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 118
Tímarit Máls og menningar
flótta undan „skandínavískum töskum
og táfýlusokkum" en kaldhæðni örlag-
anna veldur því að flóttatækið er af
skandinaviskum uppruna, rauður saab-
bíll, og er tegundin varla nein tilviljun
og mætti skilja sem svo að flóttinn sé
illa grundaður; Eilífur skilur ekki for-
tíðina svo auðveldlega við sig og hún
fylgir honum eftir.
Síðar í sögunni fylgjumst við með Ei-
lífi þar sem hann er á nýjum flótta - en
nú flýr hann atburði síns eigin verks,
þar sem hann hefur sjálfur komið við
sögu, og stefnir austur í lognfjörðinn
sinn að nýju, í kauptúnið þar sem engin
tíðindi verða og reglan og öryggið eiga
heima - og engar sögur. Er hann kemur
austur, suðurleiðina, hefur hann farið
„hringinn“ sem virðist um leið tákna
vítahringinn sem hann kemst ekki úr
fremur en ýmsar aðrar persónur sög-
unnar.
Nafnið Eilífur má auðvitað í fram-
haldi af þessu skilja táknrænum skiln-
ingi og líta svo á að hlutverk hans sé að
undirstrika eilífa togstreitu milli þess
annars vegar að halla sér að reglu og ör-
yggi og hins vegar löngunarinnar til að
brjóta upp líf sitt og gæða það sterkum
litum og ævintýrum og hafna um leið
tíðindaleysinu sem örygginu fylgir.
Sjálft ferðalag Eilífs, sem einkennist
af hinum mestu erfiðleikum og óhöpp-
um sem ná hámarki er hann ekur á eina
sögupersónu sína og drepur, má túlka
sem baráttu hans við sköpun sögunnar
cnda er látið að því liggja með því að
klettabeltið á fjallsbrúninni fyrir ofan
fjörðinn fyrir austan heitir Stafir. Sagan
byrjar einmitt að verða til er Eilífur hef-
ur lagt Stafina að baki. Sögunni lýkur
síðan þegar Eilífur kemur niður úr Stöf-
unum að ferðalaginu loknu: „Hann er
kominn niður úr Stöfunum ... - kom-
inn út úr sögunni og ótrúlegt að hún
fyndi hann nokkurn tíma á þessum
stað.“ (195)
Sagan, sem þyrlast upp í höfði Eilífs
er húfa tollarans veitir ekki aðhald leng-
ur, fjallar mestanpart um vanda karla,
karla sem með ýmsum hætti standa á
krossgötum. Þeir eiga það sameiginlegt
að þurfa að finna lífi sínu nýjan farveg,
fylla tómið sem þeim finnst líf þeirra
einkennast af, það tóm sem draumarnir,
sem brunnu til ösku, skildu eftir sig. Ei-
lífur segir okkur þannig sögu af körlum
sem líkjast honum sjálfum, körlum sem
lifa lífi sem engan veginn veitir full-
nægju.
Helsti fulltrúi þessara karla í sögunni
er Karl, síblankur drykkfelldur fram-
haldsskólakennari sem á það sammerkt
með Eilífi að hafa stungið draumi sínum
undir stól, þeim draumi að láta að sér
kveða í bókmenntum. Hann er því
ósáttur við líf sitt og finnur sér þá einu
flóttaleið að detta í það endrum og
sinnum og halda framhjá en uppsker
náttúrlega ekkert annað en timburmenn
og nagandi samviskubit. „Stundum velti
hann því fyrir sér hvers vegna hún yrði
svona óstöðvandi þessi löngun í brenni-
vín og kvenfólk, ölvun og ástir.“ (11)
Skýringuna hefur Karl fundið og lítur
síst af öllu í eigin barm: „Er það ekki
kostulegt . . . hvernig maður getur ár
eftir ár látið ganga yfir sig, stjórna sér
og skipa út og austur og neita sér um
allt sem mann langar til að gera?“ (46)
Draumurinn um að „standa sig“, verða
maður með mönnum og láta að sér
kveða er geymdur en ekki gleymdur og
minnir sífellt á sig og gerir lífið ömur-
legt. Sér til framdráttar bendir Karl á
það að þótt hann drekki ber hann ekki
konu sína eða dóttur og svo heldur
hann góðum aga í bekkjunum sínum í
508