Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar Þrotabú og plúralismi Þau afbrigði póstmódernisma sem kenna má ýmist við afturhvarf eða nýja söguhyggju byggja greinilega fremur á endurnýjun en nýsköpun. Einhver kann að spyrja hvort ekki séu stundaðar neinar róttækar tilraunir í nafni póstmód- ernisma. Hverfum aftur til hins órólega sjöunda áratugar. Árið 1967 birti John Barth, sá sem áður var vitnað til, ritgerð sem bar titilinn „Þrotabókmenntir". Hann telur raunar ekki að bókmenntirnar sjálfar séu komnar í þrot, heldur að búið sé að nota ýmsar hefðir upp til agna, að því er virðist meðal annars hefð- ina að afneita öllum hefðum.34 Engin ástæða sé til að örvænta því að í þessu þrotabúi geti nú farið fram írónísk endurvinnsla á hverskonar hefðum. Sjálfur hafði Barth skrifað skáldsögur eins og The Sot-Weed Factor, þar sem hann skopstælir aðferðir 18. aldar höfunda. Um svipað leyti kemur einmitt fram það sjónarmið að módernisminn fyrr á öldinni hefði hreinlega nýtt upp til agna alla möguleika til róttækrar nýsköpun- ar, einkum leiðir þær sem listin hefur til að „sjokkera" eða koma fólki í opna skjöldu.38 Og síðan hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að engu skipti hvað bent sé á sem einkenni póstmódernisma í listaverkum, allt hafi það verið prófað af módernistunum á fyrstu áratugum aldarinnar.36 Módernisminn hefur kann- ski sprengt sjóndeildarhring alls hefðavalds. Einsog ég vék að fyrr hlaut hið óvægilega uppgjör módernistanna við fortíðina að leiða til uppgjörs við þeirra eigin tilraunir og aðferðir. Þegar ljóst verður hversu erfitt er að halda áfram á braut nýsköpunar, getur módernisminn ekki átt von á að hann verði rétthærri „hefð“ en hver önnur - hefðir öðlast ekki lengur sjálfgefna sögulega réttlæt- ingu. Eftir sitjum við með forðabúr hefða sem allar virðast koma til greina sem uppspretta sköpunar og merkingar. Sé litið frá öðru sjónarhorni má segja að við sitjum á rústum og höfum frjálsar hendur við að endurbyggja úr þeim. Einhverjir lesendur eru kannski ósáttir við að ég skuli vera búinn að setja fram fleiri en eina hugmynd um hvað póstmódernismi sé. En einsog ég skil of- angreindar aðstæður, þá er ekki til neinn póstmódernismi í sama skilningi og við notum hugtakið módernismi. Það er hinsvegar hægt að segja að við lifum á póstmódernum tíma, þeim tíma sem kom á eftir mesta umbrotaskeiði módern- ismans. Póstmódernismi hefur alltaf jaðrað við það að verða hreint tímabils- heiti, þótt misjafnt sé hvar menn finna upphaf hans. Póstmódernismi er tímabil endurmats, endurskoðunar eldri hefða og samræðna þeirra við samtímann, tími úrvinnslu og samþættingar. En það er eðlilegt að hugtakið sé einnig notað fyrir áberandi vinnubrögð í þessu endurmati, t.d. fyrir hina írónísku endurvinnslu hefðbundinna forma. Raunar þarf írónía ekki að vera neitt aðalverkfæri í slíkri endurvinnslu. Við virðumst nú búa við frjótt frelsi til að kanna ýmsar hefðir á skáldlegan hátt, endursegja sögur með nýjum áherslum, m.a. frá sjónarhóli kvenna, þannig eru jafnvel teknar til endurskoðunar fornar sagnir sem liggja við upphaf menning- 442
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.