Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 123
meira af því að tengja efnið íslandssögu,
til dæmis með því að geta þess víðar en
gert er í töflum yfir tímaröð atburða
hvað var að gerast hér á landi um svipað
leyti og ýmis stórtíðindi heimssögunn-
ar. Auðvitað hefði einnig verið
skemmtilegt að lesa eitthvað um vís-
indaiðkanir Islendinga á fyrri öldum.
Hér var stunduð stjörnufræði á miðöld-
um eftir því sem ég best veit, en mér
skilst að margt sé á huldu um
vísindaiðkanir hérlendis á kaþólskum
tíma og vart við því að búast að hulunni
sé svipt af þeim í riti sem þessu.
2. Vibaukar, og skrár - frásagnarmáti
höfundar
Heimsmynd á hverfanda hveli er alls
742 blaðsíður, þar af eru viðaukar rúm-
lega 50 blaðsíður og aftanmálsgreinar,
fræðiorða- heimilda- og atriðaskrár
rúmlega 100 blaðsíður. Rúmur fimmt-
ungur ritsins er því aftanmál af ýmsu
tagi. Mun ég nú reyna að gera svolitla
grein fyrir því áður en ég sný mér að
meginmálinu.
Viðaukarnir eru alls ellefu. Flestir
þeirra fjalla um fræðileg efni sem hætt
er við að ýmsir hnytu um væru þeim
gerð skil í meginmáli. Þessi fræðilegu
efni eru einkum tæknileg atriði í
stjörnufræði. Þannig fjallar sá fyrsti um
misjafna lengd árstíðanna, tímalengd
milli sól- og tunglmyrkva og pólveltu
jarðar, sá þriðji, fjórði og fimmti fjalla
um tæknileg atriði í forngrískri stjörnu-
fræði, sá sjöundi um mælingar á ljósviki
og hliðrun fastastjarna, sá áttundi um
keilusnið, sá níundi um hversu vel (eða
illa) hegðun himintunglanna kemur
heim við þá hugmynd að þau hreyfist í
hringi fremur en eftir sporbaugum og sá
ellefti um helstu atriðin í aflfræði
Umsagnir um bakur
Newtons. Viðaukar númer tvö, sex og
tíu fjalia svo um söguleg efni. Sá annar
gerir grein fyrir helstu frumheimildum
um fræðiiðkanir Forngrikkja, sá sjötti
er Biblíutilvitnanir sem varða heims-
myndina og sá tíundi er nokkur skjöl í
máli kirkjunnar gegn Galíleó.
Að mínu viti auka þessir viðaukar
mjög gildi ritsins. Meginmálið er við
allra hæfi, en þeir sem vilja kafa dýpra í
einstök atriði geta haft af þeim mikið
gagn. Ekki er síður fengur að öðru aft-
anmáli. Má þar fyrst nefna heimilda-
skrárnar sem eru afar vandaðar. Þar er
bæði getið allra ívitnaðra rita og ýmissa
annarra rita sem varða efnið, meðal
annars flests þess helsta sem komið hef-
ur út á íslensku og tengist þessari sögu.
Þykir mér gott að vita af þessum bóka-
lista. I hvoru bindi kemur fræðiorða-
safn á eftir heimildaskrá. Þessi orðasöfn
tíunda helstu stjörnufræðihugtök sem
notuð eru í textanum. Orðin eru skýrð
á svipaðan hátt og tíðkast í alfræðiritum
og samsvarandi ensk orð höfð innan
sviga. Næst koma svo skrár yfir myndir
og töflur og hvoru bindi lýkur með
nafna og atriðaskrá. Allar þessar skrár
eru til fyrirmyndar. Þó má setja út á
það hvernig þeim er skipt í tvo staði. Til
dæmis er sér heimildaskrá fyrir hvort
bindi og þeim ritum sem tíunduð eru í
því fyrra er sleppt úr heimildaskrá þess
síðara þó vitnað sé til sumra í báðum
bindum. Fræðiorðasafn er og í hvoru
bindi, en öll orð sem skýrð eru í því
fyrra eru skýrð aftur í því síðara. Svip-
aða sögu er að segja um nafna og atrið-
isorðaskrána, sú sem er í seinna bindinu
tekur yfir þau bæði. Fræðiorðasafnið og
nafna og atriðsorðaskráin í fyrra bindi
mættu því sem best hverfa þaðan, þessar
skrár eru líka gallaðar að því leyti að í
stafrófsröðinni er ekki gerður greinar-
513