Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 57
Hvab er póstmódernismi?
Tveir frægustu marxísku bókmenntafræðingar Vesturlanda gera engan skýr-
an mun á list og annarri táknaframleiðslu póstmódernismans. Terry Eagleton
segir póstmódernismann vera hrottalega skopstælingu á sósíalískri útópíu; með
því að klæða jafnvel sjálfa firringuna í aðlaðandi búning hafi hann útrýmt um-
merkjum alls skorts og þar sem hlutgervingin þeki nú allan félagslegan veru-
leika hafi hún þurrkað út þær forsendur sem við höfum til að verða vör við
hana. Utópían er hér og nú.47 Fredric Jameson telur tvennt helst setja svip sinn
á póstmódernísk verk; oft beri sundurlaus formgerð þeirra geðklofaeinkenni,
en einnig séu þau oft stælingar eða skrípamyndir arfþeginna forma, án þeirrar
gagnrýnu írónu sem búið geti í skopstælingum.48
Ef við tökum seinna einkennið fyrir fyrst og lítum til þeirra „afbrigða" póst-
módernismans sem rædd voru hér að framan, þá kann svo að virðast sem það
megi heimfæra upp á þá endurvinnslu hefða sem fram fer í mörgum sam-
tímaverkum. Bjóða slík vinnubrögð ekki upp á sníkjulist og hnoð með alþekkt
stílbrögð áhrifamikilla listamanna? Til eru verk sem viðurkenna fúslega úr-
gangsstöðu sína. Sem dæmi má nefna kvikmynd Brian de Palma, Body Double,
sem er ekki bara ofurljós skoplíking Vertigo eftir Hitchcock, heldur lætur með
sjálfsánægju í ljós fulla vitund um að hún er að öllu leyti ófrumleg eftirmynd
(og það er undirstrikað með titlinum) og að ekkert í henni stenst sem endur-
speglun veruleikans. En myndin veit líka af því að þótt hún útrými öllu inntaki
sem við fáum trúað á þá getur hún samt tælt með yfirborðinu, m.a. með kven-
líkamanum einsog í auglýsingunni fyrrnefndu.
Höfundar slíkra verka eru áreiðanlega ekki rómantískir utangarðsmenn; hér
er höfundurinn endurframleiðandi sem veit af tælingarmætti vöru sinnar. Það
hefur færst í aukana að metnaðarfullir höfundar taki mikið tillit til væntinga hjá
breiðum hópi lesenda. Frá þessu sjónarmiði kann Nafn rósarinnar að vera eins-
konar stórmarkaður sem býður upp á eitthvað fyrir alla, einsog stundum er
sagt bókinni til hróss. Má líta svo á að þetta marglaga verk Ecos, þar sem hann
hefur steypt listilega saman erfðagóssi úr ýmsum áttum, sé dæmi um umburð-
arlynda og „lýðræðislega" markaðshyggju sem nú ræður ríkjum? Eða eru ein-
hver mörk sem skilja á milli slíks verks og annarra „markaða" sem neysluverur
hrærast í og nærast á?
Lítum á hitt einkennið sem Jameson nefnir, geðklofaform póstmódernism-
ans, sundurleysi verka þar sem einstakir verkþættir eru ekki ofnir eins rækilega
saman og í Nafni rósarinnar. Samkvæmt Baudrillard samræmist slíkt meðferð
eftirmynda í neyslusamfélaginu. En er þessi fagurfræði ekki líka runnin úr
módernisma og fólst formbylting hans ekki einmitt í ótal „röklausum tenging-
um“ að hefðbundnu mati? Það er dadaistinn Tristan Tzara sem snemma á öld-
inni kom með þá uppskrift að skáldverki að klippa skyldi orð úr dagblaði, láta
í hatt og raða svo orðunum í ljóð í þeirri röð sem þau væru dregin úr hattinum.
Slíkt handahóf ræður að sönnu ekki formgerð allra módernískra verka, en ég
held það sé þó einmitt vandinn að tengja hina ýmsu textaþætti sem enn í dag
447