Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 57
Hvab er póstmódernismi? Tveir frægustu marxísku bókmenntafræðingar Vesturlanda gera engan skýr- an mun á list og annarri táknaframleiðslu póstmódernismans. Terry Eagleton segir póstmódernismann vera hrottalega skopstælingu á sósíalískri útópíu; með því að klæða jafnvel sjálfa firringuna í aðlaðandi búning hafi hann útrýmt um- merkjum alls skorts og þar sem hlutgervingin þeki nú allan félagslegan veru- leika hafi hún þurrkað út þær forsendur sem við höfum til að verða vör við hana. Utópían er hér og nú.47 Fredric Jameson telur tvennt helst setja svip sinn á póstmódernísk verk; oft beri sundurlaus formgerð þeirra geðklofaeinkenni, en einnig séu þau oft stælingar eða skrípamyndir arfþeginna forma, án þeirrar gagnrýnu írónu sem búið geti í skopstælingum.48 Ef við tökum seinna einkennið fyrir fyrst og lítum til þeirra „afbrigða" póst- módernismans sem rædd voru hér að framan, þá kann svo að virðast sem það megi heimfæra upp á þá endurvinnslu hefða sem fram fer í mörgum sam- tímaverkum. Bjóða slík vinnubrögð ekki upp á sníkjulist og hnoð með alþekkt stílbrögð áhrifamikilla listamanna? Til eru verk sem viðurkenna fúslega úr- gangsstöðu sína. Sem dæmi má nefna kvikmynd Brian de Palma, Body Double, sem er ekki bara ofurljós skoplíking Vertigo eftir Hitchcock, heldur lætur með sjálfsánægju í ljós fulla vitund um að hún er að öllu leyti ófrumleg eftirmynd (og það er undirstrikað með titlinum) og að ekkert í henni stenst sem endur- speglun veruleikans. En myndin veit líka af því að þótt hún útrými öllu inntaki sem við fáum trúað á þá getur hún samt tælt með yfirborðinu, m.a. með kven- líkamanum einsog í auglýsingunni fyrrnefndu. Höfundar slíkra verka eru áreiðanlega ekki rómantískir utangarðsmenn; hér er höfundurinn endurframleiðandi sem veit af tælingarmætti vöru sinnar. Það hefur færst í aukana að metnaðarfullir höfundar taki mikið tillit til væntinga hjá breiðum hópi lesenda. Frá þessu sjónarmiði kann Nafn rósarinnar að vera eins- konar stórmarkaður sem býður upp á eitthvað fyrir alla, einsog stundum er sagt bókinni til hróss. Má líta svo á að þetta marglaga verk Ecos, þar sem hann hefur steypt listilega saman erfðagóssi úr ýmsum áttum, sé dæmi um umburð- arlynda og „lýðræðislega" markaðshyggju sem nú ræður ríkjum? Eða eru ein- hver mörk sem skilja á milli slíks verks og annarra „markaða" sem neysluverur hrærast í og nærast á? Lítum á hitt einkennið sem Jameson nefnir, geðklofaform póstmódernism- ans, sundurleysi verka þar sem einstakir verkþættir eru ekki ofnir eins rækilega saman og í Nafni rósarinnar. Samkvæmt Baudrillard samræmist slíkt meðferð eftirmynda í neyslusamfélaginu. En er þessi fagurfræði ekki líka runnin úr módernisma og fólst formbylting hans ekki einmitt í ótal „röklausum tenging- um“ að hefðbundnu mati? Það er dadaistinn Tristan Tzara sem snemma á öld- inni kom með þá uppskrift að skáldverki að klippa skyldi orð úr dagblaði, láta í hatt og raða svo orðunum í ljóð í þeirri röð sem þau væru dregin úr hattinum. Slíkt handahóf ræður að sönnu ekki formgerð allra módernískra verka, en ég held það sé þó einmitt vandinn að tengja hina ýmsu textaþætti sem enn í dag 447
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.