Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 127
nauðsynlegt að segja frá mönnunum er settu fram hugmyndirnar. Með því móti kemur oft fram í leiðinni, hvernig hugmyndir mannsins eru í raun og veru háðar umhverfi hans, samfélagi og ýmsum viðhorfum sem eru yfirleitt ekki talin til vísinda, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. (II. 93) Eg get vel fallist á það að sögurnar um þessa vísindamenn veiti innsýn í tengsl vísinda og samfélags og tel þetta full- nægjandi rök fyrir því að fjalla um æfi og störf þessara manna fremur en að segja aðeins frá kenningum og hug- myndum. Onnur rök fyrir þessari með- ferð sögunnar eru svo þau að flestum þykir líklega skemmtilegra að lesa um menn en málefni. Kaflarnir númer sex til tíu eru líka allir býsna skemmtilegir aflestrar. Helsti ókostur þess að segja vísinda- söguna svona sem ævisögur nokkurra einstaklinga er kannski sá hvað margir liggja óbættir hjá garði. Einkum sakna ég tveggja manna sem mér þykir að hefðu átt að fá stutta umfjöllun eins og Brúnó og Brahe. Þessir tveir eru Eng- lendingurinn William Gilbert (1544- 1603) sem m.a. rannsakaði segulmagn og setti fram hugmynd um að jörðin sé risastór segull og Hollendingurinn Christiaan Huygens (1629-1695) sem auk þess að leggja sitt af mörkum til stærðfræði og stjörnurannsókna full- komnaði tvö af mikilvægustu verkfær- um stjörnufræðinga, sjónaukann og klukkuna. Einnig sakna ég greinargerð- ar fyrir þróun stærðfræðinnar. En stærðfræðin er, ásamt kíki og klukku, með mikilvægustu tækjum stjarnvísind- anna. Þorsteinn minnist að vísu á Evklíð (um 330 f. Kr.), Applóníos frá Umsagnir um bxkur Perga (fd. um 261 f. Kr.), Napier (1550- 1617) og Descartes (1596-1650). En mér finnst að þessir menn mættu fá meira rúm sem og fleiri stærðfræðingar, eins og til dæmis Simon Stevin (1548-1629), sem fann upp á því að rita tugabrot eins og við gerum enn í dag, og Francois Viete (1540-1603), sem tók upp á því að nota bókstafi til þess að tákna breytileg- ar eða óþekktar stærðir. Ef til vill hefði verið heppilegt að greina frá þróun þeirrar stærðfræði sem gerði sigur sólmiðjukenningarinnar mögulegan í sérstökum viðauka. Alla vega finnst mér að sagan sé ekki full sögð nema sagt sé frá því helsta sem gerði Kepler og Newton og fleiri brautryðjendum nútímastjörnufræði mögulegt að rök- styðja kenningar sem var ómögulegt að setja fram öld fyrr. Af þeim sexmenningum sem sagt er frá í sjötta til tíunda kafla fær Galíleó lang mest rúm, eða meira en 100 blað- síður. Fer mest mál í að segja frá deilu hans við andleg yfirvöld á Ítalíu. Sú frá- sögn er öll býsna vönduð og sýnir skilning á málstað beggja. En hví skyldi Þorsteinn eyða svo löngu máli í að segja frá þessari deilu? Varla vegna þess eins að þarna gerðist harmleikur sem Sófó- kles og Shakespeare hefðu báðir getað verið fullsæmdir af. Hann hlýtur að telja að þessi deila skipti miklu fyrir framvindu þeirrar sögu sem hann er að segja. Ég neita því ekki að hún kunni að hafa skipt töluverðu, þarna var um sjálf- stæði vísindanna að tefla. Mér þykir þó sem Þorsteinn hefði mátt útskýra betur hvers vegna hann telur þessa deilu svo mikilvæga. Það er næsta ljóst að and- staða kirkjunnar hindraði ekki að kenn- ingar Galíleós breiddust út. Sennilega hefur hún þó orðið einhverjum víti til 517
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.