Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 71
Aukin menningarbyrdi hugsar, en harmleikur fyrir þann sem finnur til. Bókin fjallar um mann, sem finnur fyrst fyrir harmleik lífsins þegar hann er dæmdur í ævilanga fangelsisvist fyrir morð sem hann hefur ekki framið. Hann flýr úr fangels- inu til að hefna sín, en þegar honum tekst að skýra málið og finna réttu sökudólgana breytist allt í skrípaleik og hann er þvingaður inn í hlutverk hins kómíska riddara. Sagan endar þegar hann ætlar að hefja nýtt líf, og þá tekur alvaran við. A öðrum stað flokkar Kundera skáldsögur í tvo meginflokka, annars vegar þær sem verða sjálfar partur af sögunni, og hins vegar þær sem gefa yfirlit yfir eða gera úttekt á kafla í mannkynssögunni. Þessi skipting sam- svarar velþekktri skiptingu innan vísindanna, en vísindin geta annað hvort unnið að því að setja fram nýjar kenningar eða gagnrýnt og endurbætt eldri kenningar. Hvort tveggja er jafn nauðsynlegt. Fjórar áðurnefndar skáld- sögur eru án efa nýskapandi, en sem dæmi um hinn flokkinn mætti nefna Fodboldenglen eftir Hans-Jorgen Nielsen, sem kom út árið 1979, og gefur frábæra innsýn í þróun og hugmyndir 68 kynslóðarinnar. Fótboltaengillinn hefur komið út á íslensku, en það er athyglisvert hversu fáar af þessum bókum hafa verið þýddar á íslensku. Nú er kominn tími til að nefna 3 ný met í dönskum bókmenntum, það er lengsta skáldsagan, lengsta smásagnasafnið og lengsta ljóðasafnið. Fyrir utan að vera lengst eru þessi verk einnig athyglisverðust nýrra danskra verka, ef frá er talin fyrsta skáldsaga Henrik Nordbrandts, sem kemur út eftir fáeinar vikur, svo og fyrsta skáldsaga Per Hojholt, sem er óvíst hve- nær kemur, en fjölmargir kaflar hafa birst úr henni í tímaritum undanfarinn áratug. Já, ef frá eru taldar þessar óútkomnu skáldsögur, þá er helst að nefna skáldsögur Kirstenar Thorup um Jonnu litlu, samtals 4 bækur, en sú síðasta sem kom út í fyrra er 707 blaðsíður. Sagan fylgir stelpunni Jonnu, þar sem hún elst upp á Fjóni á 5ta áratugnum, og segir skilið við hana 2000 blaðsíðum síðar, en þá er hún komin á fullorðinsár, hefur eignast dóttur og vinnur í vöruhúsi á Jótlandi. Með skáldsögunum um Jonnu litlu tókst Kir- sten Thorup að gefa raunsæisbókmenntum nýtt líf, en þeir voru margir sem voru farnir að telja skáldsöguna dauða, þegar bækur hennar slógu í gegn og urðu metsölubækur. Það er mörgum bókmenntafræðingum mikil ráðgáta hvernig Kirsten Thorup notar 1. persónu frásögnina á nýstárlegan hátt, og kannski verðum við í framtíðinni að tala um 1. persónu frásögn fyrir og eftir Kirsten Thorup. Hún bregður nefnilega á það ráð að láta Jonnu litlu vera alvitra um leið og hún segir söguna af sjálfri sér og jafn- framt af ótalmörgum aukapersónum, þannig að Jonna getur fylgst með í öllu sem gerist. Sumir bókmenntafræðingar hafa leyst þennan hnút með því 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.