Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 129
ELDS ER ÞÖRF
I
Skömmu fyrir síðustu jól fékk ég í
hendur merka bók um íslenska atvinnu-
sögu. Bókin sem um ræðir er fyrsta
bindið í Safni til Iðnsögu Islendinga,
Eldur í afli - málmiðnaður á Islandi á
19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Höf-
undur bókarinnar er Sumarliði R. Is-
leifsson sagnfræðingur.
Eins og ráða má af bókartitli fjallar
bókin um eina af helstu iðngreinum Is-
lendinga, járnsmíði. Meginefni ritsins er
saga málmiðnaðar á Islandi á ofan-
greindu tímabili.
Sem kunnugt er hefur iðnsögu lítt
verið sinnt á Islandi fram að þessu. Rit-
aðar heimildir um atvinnuhætti og
verkmenningu hafa verið einstaklega fá-
skrúðugar. I því ljósi er bók Sumarliða
all sérstök. Viðfangsefni bókarinnar er
helsti kostur hennar að mínu mati, -
með ritun bókarinnar leggur Sumarliði
stein í vörðu íslenskrar iðnsögu.
Verkið skiptist í sex þætti, auk að-
faraorða fyrrverandi menntamálaráð-
herra, greinargerðar um Safn til Iðn-
sögu Islendinga eftir Jón Böðvarsson og
bókarauka um orðtök runnin frá
málmsmíði í samantekt Halldórs Hall-
dórssonar.
Ritið hefst á inngangi þar sem upp-
bygging bókarinnar er skýrð og gerð er
grein fyrir markmiði söguritunarinnar.
Sumarliði segir að markmiðið sé „fyrst
og fremst að svara því hvers vegna
málmiðnaður hefur vaxið eins og raun
ber vitni og gefa heildaryfirlit yfir þá
framvindu" (bls. 14). I öðrum kafla er
málmiðnaður skilgreindur og gerð grein
fyrir þeim starfshópum sem tilheyrðu
þessari grein á 19. öld og fyrri helmingi
Umsagnir um bœkur
þeirrar 20. Fjallað er stuttlega um rétt-
indi iðnaðarmanna á þessum tíma, iðn-
nám og skiptingu málmiðnaðarmanna
eftir stéttarstöðu.
I þriðja kafla greinir höfundur frá
stöðu iðnaðarins meðan allur þorri
landsmanna hafði viðurværi sitt af land-
búnaði. Hann getur um hvernig vöxtur
bæja var forsenda iðnaðar. Einnig
hvernig handiðnaður í landinu breytist
smám saman frá því að vera heimilisiðn-
aður til sveita í að vera handverk í þorp-
um og bæjum.
I fjórða kafla ræðir Sumarliði hvernig
handverkið víkur fyrir vélarafli. Þar
skýrir hann m.a. frá upphafi vélarnotk-
unar, verksmiðjurekstri og útgerð út-
lendinga og áhrifum á tækniþróun í
landinu. Einnig er rætt um stofnun
fyrstu vélsmiðjanna og þá erfiðleika
sem urðu í vegi þegar fyrstu skref voru
tekin í átt til tæknivædds þjóðfélags.
I fimmta kafla er skýrt frá gangi mála
árin 1920-50. Þar er sagt frá fyrstu stóru
vélaverkstæðunum sem stofnuð voru
um 1920 og helstu verkefnum þeirra,
einkum skipaviðgerðum og vinnu við
frystihús og síldarverksmiðjur. Breyt-
ingar á verkfærum og vinnubrögðum
koma einnig við sögu. Af mörgu öðru
má nefna að fjallað er um kjör og að-
búnað málmiðnaðarmanna.
Bókinni lýkur svo á lokaorðum höf-
undar.
Frágangur bókarinnar er allur hinn
smekklegasti og bókina prýðir mikill
fjöldi mynda sem tengjast iðninni með
einum eða öðrum hætti. Að auki er víða
að finna rammagreinar með merkum
fróðleik sem að efninu snýr.
I Eldi í afli eru birt ljóð sem fjalla um
iðnina og skýn frá orðtökum sprottn-
um úr greininni. Það kunni ég vel að
meta. A þann hátt eru hinar verklegu og
519