Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
upp og þræðirnir látnir taka þátt í nýsköpun tungumáls og skynjunar. Eco seg-
ir að svar póstmódernismans felist í að gangast við fortíðinni og sækja hana
heim, ekki til að líta hana saklausum augum heldur írónísku augnaráði nútíma-
manns (því Eco vill væntanlega gera greinarmun á slíkum verkum og hefð-
bundnum sögulegum skáldsögum).30
Samkvæmt þessum skilningi er póstmódernismi ófeiminn við að viðurkenna
tök hefða á okkur og leita sér söguefnis í liðinni tíð, en írónísk afstaða hans
leiðir jafnframt af sér endurvinnslu sögunnar. A bakvið íróníu býr ætíð sögu-
þekking og menningarminni. Þeim sem er írónískur ber að vera svo nákunn-
ugur hefðbundinni athöfn að hann sé fær um að skopstæla hana. Þannig getur
hann líka séð sjálfan sig úr sögulegum „fjarska" og komið af stað samtali milli
nútímastöðu sinnar og sögusviðs í fortíðinni. Sumir hafa þannig séð í póstmód-
ernismanum vott um nýja söguhyggju þar sem skáldskap er beitt ásamt sögu-
legum rannsóknum til að endurskapa á frjóan hátt mikilsverða þætti fortíðar og
sýna hvaða erindi þeir eiga við nútíð. Hér má enn nefna Ástkonu franska laut-
inantsins og Nafn rósarinnar sem dæmi, eða Grámosinn glóird' Mér sýnist um-
ræðan um póstmódernismann upp á síðkastið iðulega snúast um eðli fortíðar-
vinnslunnar.
Írónía eða skopstæling eru ekki einhliða fyrirbæri. Irónía getur skapað rými
fyrir gagnrýni, en hana má líka nota til að losna undan ábyrgð, hún getur orðið
sjálfumglöð upphafning gagnvart fortíð án þess að séð verði hvar innistæða er
fyrir slíku í nútíð. Fortíðin er leikin aftur með brosi á vör. En í þeim leik getur
fjarvídd íróníunnar snúist yfir í andhverfu sína: nostalgíuna.
Nostalgía eða fortíðarþrá er undarleg blanda af tregafullri hugsun um æsku
eða týndan tíma (sem við höfum lifað) og löngun eftir framandi heimi, exó-
tískri reynslu (sem er kannski það sem barnið í okkur kallar á andspænis hvers-
dagslífi). Nostalgía er merkilegt afl í mannlegri náttúru, afl sem nota má til að
skapa mögnuð skáldverk, eins og Marcel Proust sýnir í stórverki sínu í leit að
týndum tíma. Nostalgía er áberandi einkenni á samtímamenningu okkar og þar
held ég hún geti líka verið til marks um blint afturhvarf, fölsk heimkynni.
Tískuheimurinn bragar allur í nostalgíu, sömuleiðis kvikmyndaiðnaðurinn:
kannski kemur það hvergi betur fram en í ævintýramyndum einsog Raiders of
the Lost Ark (titillinn segir sitt) sem er ekki síst beint að fullorðnum og gefur
þeim kost á endurlifa sögubækur frá því í æsku. Þetta er m.a. gert með því að
hafa sögusviðið nokkurra áratuga gamalt, í rauninni er það nostalgískt skraut
utan um atburðarás - þetta er fyrst og fremst nostalgía yfirborðsins. Hér vakna
einnig spurningar um allar þær „tilvitnanir" í gamlar hefðir sem mörgum finnst
einkenna póstmódernisma í myndlist og byggingarlist. Þetta eru iðulega gáska-
fullar og írónískar vísanir, sögulegur leikur, en hvar eru mörkin, hvenær verður
þetta að (smekklausri) skreytilist?
Nostalgía getur falist í að (endur)skapa eða vísa á heim sem bjó yfir viðráð-
anlegri merkingu eða skapaði rúm fyrir heildstæða sjálfsveru og sjálfsvitund.
440