Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 76
Tímarit Máls og menningar Ýmsir fræðimenn halda því reyndar fram, að skáldskapartexti öðlist fyrst merkingu með lesandanum. Verkið opnar fyrir ýmsa túlkunarmöguleika og tékkinn Jan Skacel hefur komist svo að orði: Skáldin yrkja ekki ljóðin Ljóðin eru einhvers staðar til Þau hafa verið það lengi, lengi Og skáldið finnur ljóðið. Og síðan fá lesendur tækifæri til að finna það sem skáldin fundu. Eg nefni þetta til að benda á að hluti af danskri bókmenntaumræðu snýst um það, hvar finna megi sannleikann um verkið eða sannleika verksins: er hann í verkinu sjálfu, hjá höfundinum eða fyrir utan verkið í þeim veru- leika sem verkið er sprottið úr og fjallar um? Það ætti að vera auðvelt að flokka flestar bókmenntakenningar í samræmi við þær áherslur sem þær hafa. Það kemur þrennt til greina: höfundurinn - verkið - lesandinn. Ég ætla ekki að fjalla um þetta heldur nota tækifærið til að koma inn á aðra umræðu: stöðugt vaxandi andstöðu við kenningar. Þessi andstaða er ekki komin frá neinum ákveðnum hópi manna eða skóla, heldur eru fylgis- mennirnir bæði úr röðum rithöfunda, bókmenntafræðinga og saklausra les- enda. Ungt danskt ljóðskáld, Juliana Preisler, hefur til að mynda skrifað fjölda greina bæði í blöð og tímarit, þar sem hún færir rök fyrir því að nú sé kominn tími til að hætta umræðunni um merkingu bókmenntaverka. Stop doing theory! Þið kannist e.t.v. við þessar setningar: A poem should not mean but be, og Poetry communicates before it is understood. Af hverju ekki að leyfa bókmenntunum að tala fyrir sig, þurfum við einhverja bókmenntafræði til að útskýra fyrir okkur hvernig við eigum að skilja bók- menntirnar? Belgísk-bandaríski heimspekingurinn Paul de Man skrifaði bók sem nefndist Resistance to Theory, þar sem hann reynir að gera grein fyrir orsökum kenningafælninnar. Um bókmenntir er oft sagt, að þær séu veruleikaflótti. Við getum annað- hvort flúið úr raunveruleikanum inn í bókmenntirnar, eða úr bókmenntun- um inn í raunveruleikann. Þær bókmenntir sem við flýjum inn í eru þær hugljúfu ásamt gamanleikritum, sem byggja á vellíðunarlögmálinu. Og þær bókmenntir sem við flýjum úr eru harmleikir, háðsádeilur og skopstæling- ar, sem byggjast á veruleikalögmálinu. Það sama gildir einnig um bókmenntafræðingana: annaðhvort flýja þeir úr praksís inn í teoríu, af því að það getur verið þægilegra: það er auðvitað miklu þægilegra að sitja með nokkur líkön en allar heimsbókmenntirnar. Eða þá þeir flýja texta, sem þeim finnast vera ómerkilegir og óspennandi, 466
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.