Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 87
Rödd ástríðunnar eru aðskilin í skóla og hugsunarháttur karlveldisins viðheldur aðskilnaðin- um þannig að við vitum ósköp lítið hvert um annað. Og konurnar sem karlmenn lýsa eru ekki til. Þær eru goðsögur sem karlar hafa búið til. Þegar konur réðust inn á bókmenntasviðið fóru þær að segja frá sjálfum sér, við fórum að segja okkur frá okkur. Kvengerðir í bókum voru ekki margar, það var unnustan heilaga og móðirin, uppruni ættstofnsins og verjandi hefðarinnar, fjölskyldunnar og eignanna. Svo voru tvær gerðir af gleðikon- um: mellan með gullhjartað og metnaðargjarni kvenvargurinn, siðlaus og óseðjandi. Konurnar mínar, sem ég þekki best, eru uppreisnargjarnar, koma sér í klandur, hafa lifandi áhuga á veröldinni í kringum sig, finna til samstöðu með öðrum, spyrja spurninga, ögra og bjóða erfiðleikum byrg- inn, elska af ástríðu og njóta ásta hamslaust. Þær eru fólk af holdi og blóði eins og við. Ekki loftkenndar meyjar eða viðbjóðslegar Messalínur. Þær eru raunverulegar konur sem ég hef þekkt vel. Eva Luna, söguhetjan í þriðju skáldsögu minni, er sagnaþulur eins og Sjerasade í Þúsund og einni nótt. Dag nokkurn uppgötvar hún að hún get- ur líka skrifað sögurnar sínar. Mig langaði til að sýna hvernig konu líður þegar hún brýtur regluna og rýfur þögnina. Svona segist henni frá: Ég vaknaði eldsnemma. Það var milt veður og súld þennan miðvikudag; hann var ósköp svipaður öðrum dögum í lífi mínu en þó er hann það besta sem ég á. Ég lagaði kaffi og settist við ritvélina, tók auða, hvíta örk eins og nýstraujað lak til að elskast á og stakk henni í vélina. Þá gerðist eitthvað, það var eins og vindsveipur færi um beinin, eftir æðunum, undir hörundið. Mér fannst þessi hvíta örk hafa beðið eftir mér í tuttugu og eitthvað ár, að ég hefði bara lifað fyrir þetta andartak, að ég vildi héðan í frá ekki gera neitt annað en veiða sögur úr loftinu handa mér. Orðin komu áreynslulaust, eitt kallaði á annað og ennþá eitt. Persónurnar losuðu sig úr skuggunum þar sem þær höfðu falið sig árum saman og komu fram í birtu þessa miðvikudags, hver með sinn svip, rödd, ástríður og þráhyggju. Sögurnar sem höfðu varð- veist í minni ættarinnar frá því áður en ég fæddist og margar aðrar sem ég hafði hripað hjá mér í minnisbækur skipuðu sér í röð. Ég mundi allt í einu eftir fornum dáðum, ég rifjaði upp skrítlurnar hennar mömmu frá því þegar við bjuggum hjá fávitunum hans Jóns prófessors, krabbameinssjúklingunum og múmíunum. Til mín komu indíáni sem naðra hafði bitið og harðstjóri sem holdsveikin hafði étið hendurnar af; ég bjargaði gamalli piparjómfrú sem missti höfuðleðrið, virðulegum embættismanni á plussklæddu biskups- klósetti, Araba með örlátt hjarta og fjölmörgum öðrum, körlum og konum, sem ég gat stýrt og stjórnað að vild og haft örlög þeirra í hendi mér. Smám saman varð þátíðin nútíð og ég náði tökum á framtíðinni. Dauðir kviknuðu til lífs sem þóttist vera eilíft, fólk þyrptist að, hvaðanæva, og þessir ógreini- legu skuggar tóku á sig fasta mynd. 477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.